Sótt er um óverulega breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Uppdrættir frá TSÓ tækniþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Marvin Ívarsson sækir um fyrir hönd eiganda/ábúanda á jörðinni Berg um að endurbyggja og stækka fjárhús og safnþró undir þeim, hvoru tveggja frá 1963 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að boðað verði til fundar með skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn (aðal- og varamenn) til að ræða Aðalskipulag og framtíð þess.