172. fundur 12. október 2016 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Sorphirða á iðnaðar- og athafnasvæði sunnan þjóðvegar 57, vestan Kvernár.

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Á 170 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var fyrrum skipulags og byggingafulltrúa falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingaskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana. Núverandi skipulags- og byggingafulltrúi óskaði eftir að farað væri nánar yfir málið.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að framfylgja máli er varðar "Umgengi umhverfis lóðir fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ" sem tekið var fyrir á 169 fundi skipulags-umhverfisnefndar.

2.Nesvegur 12 - Nesvegur 4b : Lóðarsala og lóðarréttindi

Málsnúmer 1610009Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir bréf frá Árna Ingimundarsyni forstöðumanni tæknisviðs Olíudreifingar, varðaandi afstöðu bæjarins gagnvart fyrirhuguðu lóðarsölu Olíudreifingar á Nesvegi 4b til hótels Framnes
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að allar fyrri samþykktir standi er varðar Nesveg 12 og 4b. Einnig viljum við benda á úthlutunarreglur lóða hjá Grundarfjarðarbæ.

3.Hraðahindranir og umferðamerkingar

Málsnúmer 1610008Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir bókun á fundi bæjarráðs 14.07 s.l um vangaveltur um hraðahindranir og umferðamerki í bænum.
Skipulags- og umhverfisnefnd, ræddi gerð og staðsetningu hraðahindrana og einnig bílastæði við grunnskólann.
Nefndin ætlar að kynna sér gerð og staðsetningu hraðahindrana betur.

Fundi slitið - kl. 18:30.