37. fundur 06. október 2023 kl. 12:15 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
Fundargerð ritaði: Rakel Birgisdóttir
Dagskrá
Fundur haldinn til undirbúnings Rökkurdaga.

Þuríður G. Jóhannesdóttir sat einnig fundinn.

1.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Viðfangsefni fundar er undirbúningur Rökkurdaga 2023.




- Rætt um tímasetningu, hvenær Rökkurdagar verða í ár
- Ákveðið að 1 vika er aðeins of stutt og ákveðið að hafa 2 vikur með ca. sama magn af viðburðum.
- Talað um að styrkja mögulega minni verkefni sem heimafólk vill gera
- Hugarflug um hvaða viðburði við gætum haft
- Talað um að virkja heimafólk, t.d. listafólk og styrkja þau með því að útvega húsnæði fyrir viðburði
- Þurí er að hætta sem starfsmaður menningarnefndar en samið hefur verið við Ríkey Konráðsdóttur, sem mun aðstoða við undirbúning Rökkurdaga.
- Ætlum að hittast á bókasafninu á næstunni og auglýsa opinn tíma með menningarnefnd svo fólk geti komið og talað við okkur um hugmyndir þeirra að viðburðum.

Ákveðið að hittast nokkrum sinnum á bókasafninu næstu daga, til að vinna í dagskrá Rökkurdaga.

Rakel Birgisdóttir tók saman punkta eftir fund og gengið var frá fundargerð síðar.

Fundi slitið - kl. 13:00.