Málsnúmer 1811045Vakta málsnúmer
Farið yfir umræðupunkta frá Sunnu Njálsdóttur, bókasafnsfræðingi vegna starfsemi bókasafnsins og önnur verkefni sem hún heldur utan um.
Einnig farið yfir skönnun mynda Bærings, sem Olga Sædís Aðalsteinsdóttir hefur unnið ötult að.
Úkraínska listamannaparið Olena og Mykola hafa verið fengin til þess að vinna að nokkrum listtengdum verkefnum í Grundarfirði. Helstu verkefni sem þau hafa unnið að eru:
Fjallageitur sem mynda hlið við inngang að grenndargörðunum, vegglist við grunnskólann og í haust munu þau móta og smíða drekahaus við "orminn" í þríhyrning, til þess að leggja lokahönd á þá vinnu.
Rætt um möguleg vegglistaverk og samstarf við listamenn og áhugasama aðila í bænum.
Staða Sögumiðstöðvarinnar, uppbygging og framhald. Einnig farið yfir notkun á húsnæðinu, sem félagasamtök hafa mikið verið að nýta sér.
Önnur mál