Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum í Sögumiðstöð og nýtingu hennar.
Ingi Hans Jónsson, Ildi, heldur utan um framkvæmdir á húsinu, skv. samningi við bæinn. Af persónulegum ástæðum hafa framkvæmdirnar gengið hægar en upphaflega var ætlunin.
Í vetur hafa þó nokkrir hópar verið að nýta sér aðstöðuna í Sögumiðstöðinni, s.s. handverkshópur eldri borgara, karlakaffi, Vinahús Rauða kross deildarinnar og Félag eldri borgara í Grundarfirði, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ.
Lionsklúbbur Grundarfjarðar hefur einnig afnot af húsinu og gaf klúbburinn höfðinglega gjöf til hússins; nýtt matar- og bollastell.
Nú hefur Handverkshópur óskað eftir því að vera með aðstöðu í húsinu í sumar, til sölu á handverki. Það er í skoðun.
Olga Sædís Einarsdóttir var boðin velkomin á sinn fyrsta menningarnefndarfund.