Farið yfir mögulega starfsemi í Sögumiðstöð nú í sumar, en ljóst er að landslagið hefur mikið breyst hvað varðar ferðaþjónustu, vegna áhrifa af Covid-19.
Ljóst er að erlendir ferðamenn munu ekki verða margir á komandi sumri/hausti. Íslendingar verða að líkindum stór hluti gesta á svæðinu, þó það muni ráðast af veðri og öðrum þáttum, hvert þeir muni sækja í sínum ferðalögum. Bæjarstjóri sagði að starfsemi í upplýsingamiðstöð muni þurfa að taka mið af því.
Fyrirhugaður er fundur/fundir bæjarfulltrúa með fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu, eftir páskana. Þar verður m.a. komið inná þessi atriði.
Menningarnefnd telur æskilegt að starfsemi í Sögumiðstöðinni í sumar miði að því að laða að fólk, heimafólk og gesti, með afþreyingu og viðburðum, eftir því sem hægt verður, yfir sumartímann.
Nefndin ræddi um tækifæri til að lífga upp á tilveruna, nú á tímum Covid, með menningu, list, afþreyingu og öðru.
Rætt um skönnun ljósmynda, styrk Uppbyggingarsjóðs, ljósmyndun á tímum Covid-19, möguleika á streymistónleikum, listaverk í Torfabót, o.fl. Almenn umræða og hugmyndir settar á blað til úrvinnslu. Nefndarmenn munu bæta við hugmyndum í framhaldi af fundinum.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk úthlutað Öndvegisstyrk úr safnasjóði 2020, til nýrrar sýningar í Norska húsinu. Forstöðumaður Byggðasafnsins hefur óskað eftir tilnefningum sveitarfélaganna á svæðinu á fulltrúum í samtal vegna undirbúnings að hönnun nýrrar aðalsýningar.
Nefndin leggur til að Eygló Jónsdóttir formaður menningarnefndar verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í þetta samtal.
5.Bókasöfn - Leiðbeiningar fyrir starfsfólk vegna Covid-19
Heilbrigðisráðuneytið gaf út viðmið um að bókasöfnum sé óheimilt að hafa opið og að snertilaus útlán væru heldur ekki heimil. Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar um starfsemina.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.