13. fundur 11. apríl 2018 kl. 16:30 - 22:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Unnur Birna Þórhallsdóttir (UBÞ) aðalmaður
  • Sigríður Hjálmarsdóttir (SH) menningar- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setur fund og gengið er til dagskrár.

1.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1804014Vakta málsnúmer

Málefni Sögumiðstöðvarinnar yfirfarin með það fyrir augum að samstarfið innanhúss gangi sem best fyrir sig. Sunna Njálsdóttir, bókasafnsfræðingur, sem sér um rekstur Bókasafns Grundarfjarðar auk upplýsingamiðstöðvar mætti á fund nefndarinnar og ræddi málin frá sínum sjónarhóli.
Menningarnefnd lagði þá leið sína í Sögumiðstöðina til fundar við rekstraraðila Kaffi Emils, Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur og Elsu Fanneyju Grétarsdóttur. Einnig sat Grétar Höskuldsson fundinn. Menningarnefnd tók niður punkta af fundinum þar sem rekstraraðilar Kaffi Emils töldu aðstæður sínar til kaffihúsarekstrar ekki nægilega góðar. Ákveðið að fara betur yfir þau atriði á næsta fundi menningarnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

Gestir

  • Sunna Njálsdóttir, bókasafnsfræðingur - mæting: 17:10
  • Elsa Fanney Grétarsdóttir - mæting: 18:00
  • Olga Sædís Aðalsteinsdóttir - mæting: 18:00
  • Grétar Höskuldsson - mæting: 18:00

Fundi slitið - kl. 22:00.