112. fundur 02. desember 2024 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.

1.Íþróttamaður Grundarfjarðar 2024

Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer

Íþróttafélögin voru beðin um tilnefningar í samræmi við reglur um kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar.



Í samræmi við reglurnar taka fulltrúar íþróttafélaganna, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, þátt í að velja íþróttamanninn. Tryggvi Hafsteinsson, fulltrúi deildar hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar, tók þátt með því að senda atkvæði sitt til formanns, fyrir fund.



Fram voru lagðar fjórar tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2024.

Farið var yfir tilnefningarnar og reglur sem um kjörið gilda.

Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað, sem verður á gamlársdag.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

Gestir

  • Garðar Svansson f.h. Golfklúbbsins Vestarrs - mæting: 16:30
  • Sveinn Bárðarson f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar - mæting: 16:30
  • Jón Pétur Pétursson f.h. Skotgrundar, Skotfélags Snæfellsness - mæting: 16:30
  • Sólveig Ásta Bergvinsdóttir f.h. UMFG - mæting: 16:30
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir f.h. UMFG - mæting: 16:30
Gengið er frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:30.