109. fundur 22. maí 2023 kl. 16:30 - 20:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Heiðdís Björk Jónsdóttir (HBJ)
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Um er að ræða vinnufund nefndarmanna, heimsókn til íþróttafélaga.

1.Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar til íþróttafélaga

Málsnúmer 2305040Vakta málsnúmer

Heimsókn til Skotfélags Snæfellsness og GVG, Golfklúbbsins Vestarr.
Í samræmi við fyrri samþykkt nefndarinnar fóru nefndarmenn, aðal- og vara, í heimsókn til íþróttafélaga.

Farið var inná Hrafnkelsstaðabotn og rætt við Jón Pétur Pétursson, formann Skotfélagsins og stjórnarmennina Dagnýju Rut Kjartansdóttur og Birgi Guðmundsson.

Síðan var farið á Bárarvöll og rætt við Garðar Svansson, formann GVG.

Á báðum stöðum var aðstaða félaganna skoðuð og rætt um starfsemi félaganna.



Fulltrúum íþróttafélaganna er þakkað fyrir góðar móttökur og samtal.

Fundi slitið - kl. 20:00.