96. fundur 30. apríl 2020 kl. 15:00 - 15:45 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Fundurinn er fjarfundur, haldinn skv. heimild í samþykkt bæjarstjórnar þann 12. mars sl. og nýsamþykktum lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Gestur fundarins var Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV.

Farið var yfir hugmyndir að uppbyggingu í Þríhyrningi og hvað þyrfti að hafa í huga við áframhaldandi vinnu, en verkefnið hefur fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að láta gera söguskilti um starfsemi í Þríhyrningi á árum áður. Skiltið verður hluti af framkvæmdum á svæðinu.

Rætt um verkefnið.

Eftir að Sigursteinn vék af fundi var rætt um næstu skref í vinnunni.

Nauðsynlegt er að teikna upp hugmyndirnar, sbr. minnisblöð nefndarinnar, en einnig að boðað verði til opins fundar þegar kemur að frágangi hönnunar. Nefndin samþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir aðstoð arkitekta við að grófvinna á þessum nótum úr hugmyndum nefndarinnar, sem m.a. hafa verið unnar með áhugasömum aðilum og fulltrúum félagasamtaka, á fundum.

Gestir

  • Sigursteinn Sigurðsson frá SSV
Fundargerð var rituð í framhaldi af fundi og send fundarmönnum til yfirlestrar og staðfestingar. Fundarmenn sendu staðfestingu á samþykki við fundargerð í tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 15:45.