7. fundur 23. október 2015 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar árið 2016

Málsnúmer 1510018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2016.

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 1510019Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2016.

Gjaldskrá samþykkt samhljóða.

3.Umhverfisstefna Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 1510021Vakta málsnúmer

Lagðar fram leiðbeiningar að fyrirmynd fyrir umhverfisstefnu hafna. Hafnarstjóri gerði grein fyrir könnun sinni á því að fá utanaðkomandi aðila til að vinna umhverfisstefnu fyrir Grundarfjarðarhöfn.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr.57/1996

Málsnúmer 1510017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn sem unnin hefur verið í samvinnu hafna á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gerðar eru verulegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996.

5.Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Umsókn um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2015-2016

Málsnúmer 1509007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frá 20.10.2015 varðandi úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðar. Alls fær Grundarfjarðarbær í sinn hlut 282 þoskígildistonn.

Fundi slitið - kl. 13:00.