Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer
Lóðarhafi, G. Run hf., hafði lagt fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a, sem tekin var fyrir á 225. fundi nefndarinnar þann 17. febrúar sl.
Breytingin fólst í stækkun á byggingarreit á lóðinni og voru einnig lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á umræddum fundi framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu og fól byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 225. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi; skipulagsmál á hafnarsvæði.
Nú er lögð fram til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd breytt tillaga frá áður framlagðri og samþykktri tillögu og erindi lóðarhafa. Er tillagan unnin og lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og nú einnig fyrir hafnarstjórn, eftir samráð lóðarhafa, hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Þessi fundur er haldinn sameiginlega með skipulags- og umhverfisnefnd, sem skilar eigin fundargerð um þennan sameiginlega fund.
Gestir
- Jósef Kjartansson - mæting: 16:40
Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar er gestur á fundinum.
Fundurinn er haldinn sameiginlega með skipulags- og umhverfisnefnd, sem ritar sjálfstæða fundargerð sína af fundinum.