4. fundur 10. apríl 2015 kl. 10:30 - 11:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá
ÞS setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Gengið var til dagskrár:

1.Ársreikningur Hafnarsjóðs fyrir árið 2014

Málsnúmer 1504005Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2014. Fram kom að heildartekjur ársins voru 88,9 m. kr. og rekstrargjöld með fjármagnsgjöldum voru 53,3 m. kr. Rekstrarafgangur ársins var því 35,6 m. kr., samanborið við 30,9 m. kr. árið 2013. Heildarskuldir voru 35,7 m. kr. í árslok og lækkuðu þær um 10,6 m. kr. frá fyrra ári. Handbært fé frá rekstri var 39,4 m. kr., fjárfestingar 5,5 m. kr., fjármögnunarhreyfingar 28,9 m. kr. og handbært fé í árslok 25 m. kr.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning hafnarinnar fyrir árið 2014 og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Lenging Norðurgarðs, frumhönnun

Málsnúmer 1504006Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að lengingu Norðurgarðs, sem unnar eru af Vegagerðinni, hafnardeild í samráði við hafnaryfirvöld. Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögum og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna. Hafnarnefnd lýsir ánægju með fram komnar tillögur og felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að vinna áfram að framgangi málsins á grundvelli fyrirliggjandi tillagna merktar 1 og 2 og miðað við 70 gráðu legu.

3.Drög að samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá vegagerðinni, hafnardeild, þar sem greint er frá að í drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 er áætlað fyrir framkvæmdakostnaði fyrir lengingu Norðurgarðs í Grundarfirði árið 2018. Óskað er eftir að hafnarsjóður staðfesti að hann sé tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna þessara framkvæmda. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 207 millj. kr. árið 2018, sem skiptist milli ríkis og sveitarfélags. Miðað við 60 % kostnaðarhlutdeild ríkisins yrði kostnaður hafnarinnar 66,7 m.kr. fyrir utan virðisaukaskatt.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að mæla með því að áfram verði haldið við undirbúning verkefnisins. Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að vinna nánar að gerð áætlunar um heildarkostnað verkefnisins og kostnaðarhlutdeild aðila.

4.Afgreiðsla vatns til notenda Norðurgarðs

Málsnúmer 1504011Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og þeim vandamálum sem upp hafa komið við afhendingu vatns til stórnotenda á hafnarsvæði.
Hafnarstjóra var falið að vinna að úrlausn málsins í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og notendur vatns á hafnarsvæðinu.

5.Greinargerð frá Ágústi Ágústsyni um Seatrade Miami 2015

Málsnúmer 1504007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 372 frá 13. feb. 2015

Málsnúmer 1504008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 373 frá 13. feb. 2015

Málsnúmer 1504009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert.

Fundi slitið - kl. 11:30.