11. fundur 22. nóvember 2016 kl. 12:00 - 12:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Björg Ágústsdóttir (BA)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2017

Málsnúmer 1611031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2017.
Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2017

Málsnúmer 1611032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2017. Til samanburðar er útkomuspá ársins 2016 og raunniðurstaða ársins 2015.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2017 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Atvinnu-og Nýsköpunarráðuneytið - Umsókn um byggðarkvóta fiskveiðiárið 2016-2017

Málsnúmer 1611007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins frá 31. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðarbæjar fiskveiðiárið 2016/2017.
Samkvæmt því er úthlutun til Grundarfjarðar 157 þorskígildistonn, sem er 44,3% minni úthlutun en sveitarfélagið fékk á fiskveiðiárinu 2015/2016. Heildarkvóti til úthlutunar var skertur um liðlega 20% frá fyrra fiskveiðiári.

Hafnarstjórn mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar er 44,3% minni en var á nýliðnu fiskveiðiári.
Niðurstaða þessi er algerlega óásættanleg. Engan veginn getur talist viðunandi að sveitarfélög búi við slíkt óöryggi í atvinnumálum eins og hér er raunin á.
Skorað er á sjávaútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta hið snarasta reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta.




4.Rafmagnstengingar skipa í viðlegu.

Málsnúmer 1611034Vakta málsnúmer

Gerð var grein fyrir ákvæðum reglugerðar 124/2015, sem tók gildi 5. feb. sl. Í reglugerðinni er lagt til að stuðlað verði að bættum loftgæðum og dregið verði úr mengun skipa sem liggja við bryggju með því að skylda þau til að nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef kostur er.
Hafnarstjórn tekur undir ágæti þessa ákvæðis reglugerðarinnar og mun koma því á framfæri við viðskiptavini hafnarinnar.

5.Hafnarsamband, fundargerð nr. 387

Málsnúmer 1611033Vakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 387 lögð fram til kynningar.

6.Hafnarsamband Íslands, fundargerð 388

Málsnúmer 1610022Vakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 388 lögð fram til kynningar

7.Hafnasamband, fundargerð 389

Málsnúmer 1611026Vakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 389 lögð fram til kynningar

8.Hafnasambandsþing, ályktun

Málsnúmer 1611025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun 40.hafnasambandsþings um umhverfismál.
Jafnframt lögð fram ályktun frá sama hafnasambandsþingi varðandi skip í hirðuleysi.

9.Vör, sjávarrannsóknasetur

Málsnúmer 1611013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag samkomulag Sjávarrannsóknasetursins Varar í Snæfellsbæ og Hafrannsóknarstofnunar. Jafnframt lagður fram ársreikningur og yfirlit um framlög til Varar 2011 til 2016.
Hafnarstjórn vísar málinu til umfjöllunar og kynningar í bæjarstjórn.

10.Ráðstefna Tenerife sept. 2016

Málsnúmer 1611035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri gerði grein fyrir ráðstefnu sem hann sótti til Tenerife.

Fundi slitið - kl. 12:00.