566. fundur 15. apríl 2021 kl. 16:15 - 16:30 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2020

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkir með áritun sinni að vísa ársreikningnum til bæjarstjórnar og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Hrannarstígur 30

Málsnúmer 2104015Vakta málsnúmer

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 30 var auglýst laus til umsóknar. Fjórar umsóknir bárust. Við mat á umsóknum og gögnum var leitað til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna mats á umsækjendum sem hæst skor hlutu skv. matsviðmiðum, sem notast er við þegar til forgangsröðunar kemur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Steinunnar Hansdóttur.

Fundi slitið - kl. 16:30.