541. fundur 19. desember 2019 kl. 18:00 - 18:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Útboð og samningur um tryggingar bæjarins

Málsnúmer 1912018Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað ráðgjafarfyrirtækisins Concello vegna útboðs sem fram fór á tryggingum Grundarfjarðarbæjar. Þrjú tryggingafélög skiluðu inn tilboðum, VÍS, Sjóvá og TM.
Jafnframt voru lögð fram drög að viðauka um forvarnarsamstarf, en í útboðsgögnum leitaði bærinn eftir skriflegum hugmyndum tilboðsgjafa um útfærslu vegna forvarna, t.d í formi fræðslu, sem leitt gæti til öruggari starfsemi sveitarfélagsins í framtíðinni.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, sem er VÍS. Tilboðið felur í sér lækkun iðgjalda frá samningi við VÍS sem rennur út um áramótin næstu. Ennfremur samþykkir bæjarráð að staðfestur verði viðauki VÍS um forvarnarsamstarf. Samningur verði gerður til þriggja ára.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.