528. fundur 04. apríl 2019 kl. 11:00 - 12:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Davíð Örn Jónsson aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa sat fundinn undir þessum lið.

Fyrir bæjarráð eru lagðar nokkrar ákvarðanir sem snerta verklegar framkvæmdir á árinu, skv. fyrirliggjandi fylgiskjölum.

A. Klæðning á suðurhlið elsta hluta grunnskólahúss, sem snýr út í sundlaugargarð.
Fyrir lágu hugmyndir um nokkrar tegundir klæðningar og var farið yfir mismunandi kosti. Samþykkt að velja álklæðningu og var Davíð falið að afla frekari upplýsinga um liti og samsetningu. Gert er ráð fyrir því að val á klæðningu á þennan vegg verði síðan ráðandi fyrir frekari klæðningu á útveggjum skólans á næstu árum.

B. Gluggar á suðurhlið íþróttahúss
Fyrir lá tillaga um að loka gluggum á suðurhlið íþróttahússins. Gluggarnir leka og skapa vandamál. Rými innanhúss eru með góða lýsingu og því ekki talin þörf á að halda í gluggana. Rætt um að málning á suðurhliðinni muni hins fela í sér uppbrot á þessum fleti.
Samþykkt tillaga um lokun glugga á suðurhlið íþróttahúss, efri og neðri.

C. Verðkannanir á verklegum framkvæmdum
Rætt um fyrirkomulag á verðkönnunum sem eru í undirbúningi fyrir verklegar framkvæmdir bæjarins á árinu.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:15.