466. fundur 26. febrúar 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) aðalmaður
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Styrktarsjóður EBÍ 2015

Málsnúmer 1502022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Menningar- og markaðsfulltrúa falið að vinna umsókn um styrk til sjóðsins.

2.NKG - Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, 11.02.2015

3.Skólaakstur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga haustönn 2014

4.Fundur framkvæmdastjornar Svæðisgarðs Snæfellsness, 25.07.2014

5.114. fundur stjórnar SSV, 28.01.2015

6.Aukahluthafafundur Jeratúns 26.01.2015

7.Ríkisendurskoðun, 30.01.2015 v/Umhverfissjóðs Snæfellsness

8.Sæból 44 - framkvæmdir

Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um aukið fjármagn vegna framkvæmda að Sæbóli 44.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðninni. Fjármagn fært milli liða í fjárfestingaáætlun ársins 2015.

9.Skipulagsmál

Málsnúmer 1502035Vakta málsnúmer

Aðalskipulag, fundur, vinna og auglýsing.
Lögð fram og kynnt auglýsing um breytingu á aðalskipulagi þar sem kallað er eftir hugmyndum fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga í samfélaginu. Skv. auglýsingunni skal slíkum hugmyndum hafa verið skilað eigi síðar en 11. mars nk.

10.Lausafjárstaða 2012-2015

Málsnúmer 1502026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Starfsstöð sýslumannsins í Grundarfirði

Málsnúmer 1502034Vakta málsnúmer

Rætt hefur verið við sýslumann varðandi starfsstöð hans í Grundarfirði. Áætlaður er fundur með honum og fulltrúum Grundarfjarðarbæjar 10. mars nk. þar sem úrlausn verður fundin á opnunartíma starfsstöðvarinnar í Grundarfirði.

12.Málefni tónlistarskóla

Málsnúmer 1502033Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu starfsmannamála og fyrirkomulag kennslu í veikindaforföllum.

13.Samningur milli Náttúrstofu Vesturlands og Framkvæmdaráðs Snæfellsness

Málsnúmer 1502032Vakta málsnúmer

Farið yfir málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki samninginn með gildistíma til eins árs.

Óskað hefur verið eftir því að umhverfisfulltrúi Snæfellsness komi á næsta fund bæjarstjórnar og geri nánari grein fyrir starfi sínu.

14.Íbúðalánasjóður, íbúðamál

Málsnúmer 1502031Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir húseignir í Grundarfirði sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs.
Jafnframt kynnt að tveir fundir hafa verið haldnir með forsvarsmönnum sjóðsins. Óskað hefur verið eftir því að Íbúðalánasjóður lagfæri þær íbúðir sem hann á og komi þeim annað hvort í sölumeðferð eða útleigu.

15.Forskóli leikskólabarna, skipan starfshóps, skilgreining verkefna

Málsnúmer 1502030Vakta málsnúmer

Á 182. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði falið að gera tillögu að skipan í starfshóp og skilgreina verkefni starfshópsins. Starfshópurinn skal fara yfir hvort heppilegt sé að setja á stofn forskóla leikskólabarna eða ekki. Hópurinn kanni hvernig staðið hefur verið að slíku fyrirkomulagi hjá öðrum sveitarfélögum, gerð verði könnun meðal foreldra og húsnæðismál skoðuð. Starfshópurinn geri tillögur um aðgerðir á grundvelli vinnu sinnar. Niðurstaða skal byggjast á faglegri vinnu og því hvað best sé fyrir börnin. Miðað er við að tillögur liggi fyrir í lok apríl mánaðar.

Lögð fram tillaga um að í hópnum yrðu eftirtaldir aðilar: Sveinn Elinbergsson, sem formaður, Björg Karlsdóttir, Gerður Ólína Steinþórsdóttir, Sigríður G. Arnardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir og einn fulltrúi frá leikskólaráði.
Bæjarstjóra falið að boða til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

16.Atvinnumál, samningur um sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lagður fram nýlega undirritaður samningur um sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019.
Bæjarráð leggur til að fulltrúar SSV komi á fund með bæjarstjórn svo fljótt sem kostur er, þar sem farið yrði nánar yfir sóknaráætlun Vesturlands.

17.Útkomuspá 2014

Málsnúmer 1502028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Laun 2014 - áætlun og raun

Málsnúmer 1502027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.