465. fundur 29. janúar 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) aðalmaður
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Starfsmannamál

Málsnúmer 1501074Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsmannamál.

2.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa 4. feb. nk.

3.Leigusamningur Arion

4.Leigusamningur Líkamsræktarstöð

5.147. fundur Félags-og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 1501078Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði tillögu nefndarinnar.

6.XXIX landsþing sambandsins, verður haldið 17. apríl nk.

7.Skipulagsmál

Málsnúmer 1501076Vakta málsnúmer

SL sat fundinn undir þessum lið.
Aðalskipulag, fundur, vinna og auglýsing.
Í framhaldi af kynningarfundi um aðalskipulag sem haldinn var með bæjarfulltrúum og umhverfis- og skipulagsnefnd þann 14. jan. sl. var farið yfir vinnutilhögun og hugmyndir að því hvernig best sé að vinna tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Grundarfjarðarbæ.
Bæjarráð leggur til að auglýst verði eftir tillögum frá íbúum sveitarfélagsins varðandi hugmyndir þeirra um gerð aðalskipulags.

8.Sólvellir 13

Málsnúmer 1501075Vakta málsnúmer

SL sat fundinn undir þessum lið.
9.1
Bréf dags. 11. jan. sl. frá Guðjóni Ármannssyni f. h. lóðarhafa
9.2
Minnisblað frá Ómari Jóhannessyni hdl., varðandi Sólvelli 13.
9.3
Skipulag við vötn, ár og sjó. 5.3.2.14. gr.
SL gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að leita lausna fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

9.Umsókn um leiguíbúð

Málsnúmer 1501073Vakta málsnúmer

Ein umsókn barst um leiguíbúð að Sæbóli 44.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta umsækjendum íbúðinni. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

10.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Sýslumaðurinn á Vesturlandi, umsögn um gististað að Hamrahlíð 2

Málsnúmer 1501072Vakta málsnúmer

SL sat fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II að Hamrahlíð 2, Grundarfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir enda liggi fyrir samþykki annarra umsagnaraðila.

12.Tilboð dags. 25. jan. sl., vegna Borgarbraut 17, sundlaugasvæði

Málsnúmer 1501071Vakta málsnúmer

SL sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram tilboð Ónyx ehf. um gerð aðal- og deiliskipulagsuppdrátta ásamt burðar- og lagnauppdráttum, magntölum og verklýsingum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að ganga til samninga við Ónyx ehf. á grundvelli tilboðsins og umræðna á fundinum.

13.Skólaakstur FSN

Málsnúmer 1501070Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði að tillögu skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga varðandi framlengingu samnings um skólaakstur.

14.Forskóli leikskólabarna

Málsnúmer 1501068Vakta málsnúmer

Skipun starfshóps rædd og tillögur að sex manna hópi. Starfshópur vinni tillögur að því hvernig best sé staðið að flutningi elsta árgangs leikskólans í annað húsnæði.

BK sat fundinn undir þessum lið.
3.2
Bréf leikskólastjóra.
Leikskólastjóri svaraði fyrirspurnum fundarmanna varðandi efni bréfsins.

15.Skrá yfir störf undanskilin verkfallsheimild

Málsnúmer 1501069Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lista yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild.

16.Samtals álagning fasteignagjalda

Málsnúmer 1501082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Álagning er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun að öðru leiti en því að nýtt lagafrumvarp veldur lækkun tekna sveitarfélagsins um tæpar fimm milljónir króna.

17.Gjaldskrá félagsþjónustu

Málsnúmer 1501067Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði innheimt gjald fyrir félagslega heimaþjónustu í Grundarfirði meðan ekki er tekin ákvörðun um að innheimta á öllu svæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:30.