Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, var úthlutað á síðasta fundi bæjarráðs. Sá aðili sem úthlutað var íbúðinni, hætti við að taka hana. Önnur umsókn barst um íbúðina, frá Sverri Karlssyni. Bæjarráð samþykkti úthlutun íbúðarinnar til Sverris með tölvupósti.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúð nr. 104, að Hrannarstíg 18, til Sverris Karlssonar og staðfestir fyrirliggjandi samning.
Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið.
Starf skipulags- og byggingafulltrúa var nýverið auglýst í þriðja sinn. Þrjár umsóknir bárust um starfið, auk eins erindis sem óljóst er af gögnum hvort sé umsókn. Óskað hefur verið eftir frekari gögnum til að upplýsa um hæfni umsækjenda.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
3.Verkefni og verklegar framkvæmdir sem heyra undir skipulags- og byggingafulltrúa - umræða
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.