492. fundur 24. nóvember 2016 kl. 12:00 - 13:56 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2017

Málsnúmer 1610016Vakta málsnúmer

Farið yfir uppfærðan lista yfir styrkumsóknir fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða.

3.Hrannarstígur 18 íbúð 105 - Umsóknir nóvember 2016

Málsnúmer 1611030Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um íbúð aldraðra nr. 105 að Hrannarstíg 18. Umsóknir bárust frá tveimur aðilum. Farið yfir gildandi matsviðmið vegna úthlutunar íbúðar.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Arnóri Kristjánssyni og Auði Jónasdóttur íbúð 105, að Hrannarstíg 18, frá og með 1. des. 2016.

4.N4, þáttaröð, erindi 10. nóv. 2016

Málsnúmer 1611016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá N4, varðandi þáttaseríuna Að vestan, en fyrstu þáttaseríunni er senn að ljúka. Kallað er eftir áhuga sveitarfélaganna á svæðinu varðandi vinnslu á jafnstórri þáttaseríu á næsta ári.

Bæjarráð tekur jákvætt í það að Grundarfjörður verði þátttakandi í nýrri þáttaseríu á sambærilegum nótum og var á þessu ári.

5.Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið - Umsókn um byggðarkvóta fiskveiðiárið 2016-2017

Málsnúmer 1611007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 31. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðarbæjar fiskveiðiárið 2016/2017.

Samkvæmt því er úthlutun til Grundarfjarðar 157 þorskígildistonn, sem er 44,3% minni úthlutun en sveitarfélagið fékk á fiskveiðiárinu 2015/2016. Heildarkvóti til úthlutunar var skertur um liðlega 20% frá fyrra fiskveiðiári.

Á fundi hafnarstjórnar Grundarfjarðar þann 22. nóv. sl., var svofelld ályktun samþykkt:

"Hafnarstjórn mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar er 44,3% minni en var á nýliðnu fiskveiðiári.
Niðurstaða þessi er algerlega óásættanleg. Engan veginn getur talist viðunandi að sveitarfélög búi við slíkt óöryggi í atvinnumálum eins og hér er raunin á.

Skorað er á sjávaútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta hið snarasta reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta".

Bæjarráð Grundarfjarðar tekur heilshugar undir ályktun hafnarstjórnar og krefst þess að sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, endurskoði strax úthlutunarreglur sem notaðar voru við úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiári. Þannig að unnt verði að leiðrétta þá miklu skerðingu, sem orðið hefur á úthlutuninni milli fiskveiðiáranna 2015/2016 og 2016/2017. Ótækt er með öllu að búa við slíka skerðingu eins og raun ber vitni og stofna þannig atvinnuöryggi sjávarbyggða í hættu.

Samþykkt samhljóða.

6.Ályktun frá kennurum Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1611037Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá kennurum Grunnskóla Grundarfjarðar, þar sem kennarar hvetja Grundarfjarðarbæ til að þrýsta á að Samband ísl. sveitarfélaga semji sem fyrst við Félag grunnskólakennara um raunverulegar hækkanir launa. Grunnskólakennarar afhentu bæjarstjóra ályktunina á formlegum fundi aðila 22. nóv. sl.

Bæjarráð Grundarfjarðar mun koma ályktuninni á framfæri við samninganefnd Sambands ísl. sveitarfélaga og óska eftir því að reynt verði eins og kostur er að flýta lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga.

7.Svæðisgarður, fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1611029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitafélaga - Nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs

Málsnúmer 1611028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Útkall Slökkviliðs Grundarfjarðar

Málsnúmer 1611024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf vegna útkalls slökkviliðs 5. nóv. sl.

10.Vör, sjávarrannsóknasetur

Málsnúmer 1611013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag um rannsóknarstarf og húsnæðisaðstöðu vegna sjávarrannsóknarseturs.

11.InExchange - Samningur

Málsnúmer 1611012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur vegna skeytamiðlunar til móttöku og sendingar rafrænna reikninga.

12.Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Könnun vegna eftirfylgni á lögum um leikskóla

Málsnúmer 1508009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Grundarfjarðarbæjar frá 1. nóv. sl. varðandi umbótaáætlun leikskólans. Jafnframt lagt fram svarbréf mennta- og menningarráðuneytisins frá 9. nóv. sl.

13.Láki tours

Málsnúmer 1611039Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar Láka tours til hamingju með nýtt hvalaskoðunarskip.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:56.