4. fundur 21. nóvember 2023 kl. 14:30 - 15:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ)
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Byggingafulltrúi setur fund.

1.Naustáll 6 - umsókn um niðurrif- flutning á sumarhúsi mhl 010101

Málsnúmer 2311011Vakta málsnúmer

Sótt er um niðurrif/flutningsleyfi fyrir sumarhús, mhl. 010101 á Naustál 6.

Sumarhús, A-hýsi sem er um 36 m2, verður flutt af lóðinni Naustál 6, L199279 á lóðina Naustál 2, L 214951.
Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.

2.Naustáll 1 - Byggingarleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 2209034Vakta málsnúmer

Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi lóðarhafa um byggingu á sumarhúsi á Naustál 1 og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingarheimld sbr. gr. 2.3.8. Nú eru lagðar fram nýjar teikningar fyrir sumarhúsi í landi Naustáls. Umrætt sumarhús verður flutt af lóð Naustáls 6, mhl. 010101.
Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist fyrri umsókn lóðarhafa.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.

3.Gröf 4 - frístundahús til flutnings

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til byggingar ca. 40 m2 frístundahúss á einni hæð ásamt rislofti á jörðinni Gröf 4, sem byggt verður á staðnum og flutt.
Byggingaráform samþykkt.
Þar sem um flutningshús er að ræða þarf að sækja um stöðuleyfi sbr. gr. 2.6.1 í byggingareglugerð nr. 112/2012, m.s.br. Stöðuleyfi er gefið út til 12 mánaða í senn sbr. reglur um stöðuleyfi hjá Grundarfjarðarbæ.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.
Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:00.