Málsnúmer 2503029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 634. fundur - 28.03.2025

Lögð fram drög að reglum um Uppbyggingarsjóð íþrótta- og menningarmála, til umræðu.

Um er að ræða sjóð sem stofnað var til sama ár og greiðslum lauk skv. 10 ára samningi um framlag til menningarstarfs í Sögumiðstöð, en fjármunir þeir eru til inná bankareikningi, skv. samningi sem gerður var á sínum tíma þar að lútandi.

Í framhaldinu ákvað bæjarstjórn að halda áfram að leggja í sjóð, sem ætlaður væri til sérstakra uppbyggingarverkefna, í íþrótta- og menningarmálum.

Farið yfir drögin, sem skrifstofustjóri hefur undirbúið, og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.