Málsnúmer 2503008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 296. fundur - 13.03.2025

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra um nýjan kjarasamning við kennara og útreikningar skrifstofustjóra á kostnaði vegna hins nýja samnings, með upplýsingum um þau frávik sem samningarnir skapa frá fjárhagsáætlun ársins.



Mæta þarf 25,3 millj. kr. kostnaðarauka á árinu 2025 vegna samninganna, sem ná til grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og leikskóladeildarinnar Eldhamra.

Til máls tóku JÓK, BÁ og LÁB.

Lagt til að vísa málinu til vinnslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 634. fundur - 28.03.2025

Á fundi bæjarstjórnar 13. mars sl. var lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið. Mæta þarf 25,3 millj. kr. kostnaðarauka á árinu 2025 vegna kjarasamninga, sem ná til grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og leikskóladeildarinnar Eldhamra.



Bæjarstjórn vísaði málinu til vinnslu í bæjarráði.

Á fundi bæjarstjórnar 13. mars sl. var rætt um að kostnaðaraukanum yrði ekki mætt með frekari lántöku.

Bæjarráð fór yfir tillögu að niðurskurði á fjárfestingaráætlun ársins, sem myndi lækka um 8 millj. kr. Lagt til að 17 millj. kr. verði mætt með hagræðingu/breytingu í rekstri, en tillögur um það verða unnar áfram.

Tillaga samþykkt samhljóða.