Málsnúmer 2411007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 262. fundur - 12.11.2024

Að Hjallatúni 1 er núverandi geymslusvæði bæjarins staðsett. Gangi úthlutun lóðarinnar við Hjallatún 1 eftir, sbr. auglýsingu þar að lútandi, verður nýtt svæði að Ártúni 8 tekið undir sem geymslusvæði, en þó með breyttu fyrirkomulagi.



Grundarfjarðarbær sækir um að fá úthlutað lóðinni Ártúni 8 undir geymslusvæði bæjarins skv. vinnslutillögu deiliskipulags, sem nú er í ferli.



Um er að ræða svæði/lóð sunnan við söfnunarstöð bæjarins (gámastöðina) við Ártún 6.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Grundarfjarðarbæ lóðinni að Ártúni 8 í samræmi við gr. 1.3. um úthlutun lóðar án undangenginnar auglýsingar.

Vakin er athygli á því að stærð lóðarinnar getur breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga auglýst á næstunni.