Málsnúmer 2411004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 262. fundur - 12.11.2024

Lagt fram til kynningar nýtt lóðarblað fyrir Fellasneið 14, landnúmer L172872.



Lóðin er skráð 712 m2 í Fasteignaskrá en stækkar nú um 56,2 m2 og verður 768,2.



Vísað er til erindis þáverandi lóðarhafa þar sem óskað var eftir stækkun lóðarinnar í þessa veru, sem bæjarstjórn hafði áður samþykkt.



Upprunalandið Hellnafell stækkar um 44,5 m2 til samræmis við nýjar mælingar Fellasneiðar 12 og 14.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðarblöð og felur skipulagsfulltrúa að kynna breytinguna fyrir lóðarhafa áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.