Þann 25. október sl. auglýsti Grundarfjarðarbær lausar til úthlutunar tvær lóðir á iðnaðarsvæðinu, við Hjallatún 1 og 3. Umsóknarfrestur var til og með 11. nóvember sl.
Ein umsókn barst um lóðina við Hjallatún 1 frá Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf., sbr. framlagt fylgiskjal.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umsækjandi um lóðina Hjallatún 1 uppfylli skilyrði 2. gr. Samþykktar Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og leggur því til að í samræmi við greinar 1.2. sömu samþykktar samþykki bæjarstjórn að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Vakin er athygli á þeim fyrirvara við úthlutunina, sem kemur fram í auglýsingu, að stærðir lóða geti breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga auglýst á næstunni.
Samþykki bæjarstjórn þessa afgreiðslu, um úthlutun lóðarinnar, beinir skipulags- og umhverfisnefnd því til bæjarstjórnar að 1. áfangi að hönnun götunnar fari fram, en hann felst í að lækka þarf lítillega yfirborð götunnar framan við lóðirnar Hjallatún 1 og 3.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um úthlutun lóðarinnar Hjallatún 1 og þann fyrirvara sem gerður er við lóðarstærð og frágang á hæð lóðar, sem getið er í auglýsingu.
Bæjarstjórn samþykkir að láta fara fram hönnun á hluta götunnar Hjallatúns.
Lagður fram aðaluppdráttur fyrir átta íbúða fjölbýlishús sem staðsett verður á fjórum samliggjandi lóðum við Fellabrekku 7, 9, 11 og 13.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Á 257. fundi sínum þann 21. mars sl. samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að úthluta lóðunum við Fellabrekku 7, 9, 11 og 13 sameiginlega til byggingar fjölbýlishúss á lóðunum. Ennfremur samþykkti nefndin að breyta skipulagsákvæðum fyrir svæðið ÍB-3 þannig að byggja mætti allt að 8 íbúðir sameiginlega á lóðunum á tveimur hæðum, og taldist breytingin óveruleg þar sem byggingarmagn og hæð húsa væri í samræmi við aðliggjandi byggðamynstur, og að aukin umferð um götuna myndi hafa óveruleg áhrif á núverandi hús þar sem þau væru innar í botnlanganum. Skipulagsstofnun staðfesti breytinguna með bréfi þann 23. maí sl. og hefur breytingin verið birt.
Farið yfir uppdrættina og tekin ákvörðun um grenndarkynningu.
Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir lóðirnar. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir framlagðan aðaluppdrátt og samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynning fari fram.
Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum lóðanna Fellabrekku 5, 15, 17, 19 og 21, Fellasneið 2, 4, 10 og 14 og Hellnafelli 2, í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br, en með fyrirvara um lagfæringu á aðaluppdrætti hvað varðar stærðir lóða og útreiknað nýtingarhlutfall. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Að Hjallatúni 1 er núverandi geymslusvæði bæjarins staðsett. Gangi úthlutun lóðarinnar við Hjallatún 1 eftir, sbr. auglýsingu þar að lútandi, verður nýtt svæði að Ártúni 8 tekið undir sem geymslusvæði, en þó með breyttu fyrirkomulagi.
Grundarfjarðarbær sækir um að fá úthlutað lóðinni Ártúni 8 undir geymslusvæði bæjarins skv. vinnslutillögu deiliskipulags, sem nú er í ferli.
Um er að ræða svæði/lóð sunnan við söfnunarstöð bæjarins (gámastöðina) við Ártún 6.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Grundarfjarðarbæ lóðinni að Ártúni 8 í samræmi við gr. 1.3. um úthlutun lóðar án undangenginnar auglýsingar.
Vakin er athygli á því að stærð lóðarinnar getur breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga auglýst á næstunni.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um úthlutun og ráðstöfun lóðarinnar.
Farið yfir stöðuna í vinnu við gerð deiliskipulags Ölkeldudals.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Farið var yfir tímaáætlun fyrir vinnsluferli deiliskipulagstillögunnar.
Gerð vinnslutillögu er á lokametrunum og er stefnt að því að hún verði send nefndinni í næstu viku.
Stefnt að því að stýrihópur deiliskipulagsverkefnisins fundi í þessari viku og að mögulega verði boðað til aukafundar í skipulagsnefnd í næstu viku til að ræða deiliskipulagstillöguna og afgreiða til auglýsingar (vinnslutillaga). Lokatillaga til auglýsingar yrði tilbúin mjög fljótt eftir að auglýsingu vinnslutillögu lýkur.
Lagt fram til kynningar nýtt lóðarblað fyrir Fellasneið 14, landnúmer L172872.
Lóðin er skráð 712 m2 í Fasteignaskrá en stækkar nú um 56,2 m2 og verður 768,2.
Vísað er til erindis þáverandi lóðarhafa þar sem óskað var eftir stækkun lóðarinnar í þessa veru, sem bæjarstjórn hafði áður samþykkt.
Upprunalandið Hellnafell stækkar um 44,5 m2 til samræmis við nýjar mælingar Fellasneiðar 12 og 14.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðarblöð og felur skipulagsfulltrúa að kynna breytinguna fyrir lóðarhafa áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar lóðarblað fyrir Fellasneið 12, landnúmer L200352.
Lóðin er skráð 748 m2 í Fasteignaskrá en minnkar um 100,7 m2 í 647,3 skv. mælingu.
Hluti lóðarinnar hefur verið lagður undir stækkun lóðar nr. 14 við Fellasneið, sbr. næsta dagskrárlið á undan.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðarblöð.
Lóðin er í eigu og umsjón bæjarins, en á henni er leiksvæði, og því þarf ekki að kynna þessa ráðstöfun sérstaklega fyrir lóðarhafa. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagður fram til kynningar nýr uppdráttur vegna breyttrar staðsetningar orlofshúsa í Innri-Látravík, sem borist hefur skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 262Lagður fram til kynningar nýr afstöðuuppdráttur vegna breyttrar staðsetningar smáhúsa að ósk nefndarinnar, sbr. afgreiðslu á 260. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 15. ágúst sl.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytta staðsetningu húsanna.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.