Málsnúmer 2410025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 262. fundur - 12.11.2024

Þann 25. október sl. auglýsti Grundarfjarðarbær lausar til úthlutunar tvær lóðir á iðnaðarsvæðinu, við Hjallatún 1 og 3. Umsóknarfrestur var til og með 11. nóvember sl.



Ein umsókn barst um lóðina við Hjallatún 1 frá Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf., sbr. framlagt fylgiskjal.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umsækjandi um lóðina Hjallatún 1 uppfylli skilyrði 2. gr. Samþykktar Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og leggur því til að í samræmi við greinar 1.2. sömu samþykktar samþykki bæjarstjórn að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Vakin er athygli á þeim fyrirvara við úthlutunina, sem kemur fram í auglýsingu, að stærðir lóða geti breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga auglýst á næstunni.

Samþykki bæjarstjórn þessa afgreiðslu, um úthlutun lóðarinnar, beinir skipulags- og umhverfisnefnd því til bæjarstjórnar að 1. áfangi að hönnun götunnar fari fram, en hann felst í að lækka þarf lítillega yfirborð götunnar framan við lóðirnar Hjallatún 1 og 3.

Samþykkt samhljóða.