Málsnúmer 2410006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 291. fundur - 14.11.2024

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 627. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 627
  • Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð - 627 Skv. viðaukanum er aukinn kostnaður að fjárhæð 9 millj. kr. einkum vegna aukins kostnaðar við snjómokstur. Áhrif viðauka leiðir til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um 9 millj. kr.

    Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 samþykktur og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 627 Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • .4 2409014 Gjaldskrár 2025
    Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 627 Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.


    Bæjarráð - 627 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

    SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins.
    GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.
  • Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028. Lögð fram launaáætlun 2025, ásamt samanburði við árið 2024 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2025 í samanburði við áætlun 2024 niður á deildir.
    Bæjarráð - 627 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2025-2028. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025.
    Bæjarráð - 627
  • Lögð fram til kynningar gögn um stafrænt samstarf sveitarfélaga ásamt upplýsingum um kostnaðarskiptingu.
    Bæjarráð - 627
  • Lögð fram til umsagnar drög SSV að sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029.
    Bæjarráð - 627 Frestur til umsagnar um drögin eru til 15. nóvember nk.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Óbyggðanefndar, dags. 10. október sl., um þjóðlendumál vegna eyja og skerja.
    Bæjarráð - 627 Bæjarstjóra falið að kanna hvernig önnur sveitarfélög hyggjast bregðast við þessu erindi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar dagskrá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður 1. nóvember nk.
    Bæjarráð - 627
  • Lagt fram til kynningar bréf Innviðaráðuneytisins, dags. 3. október sl., um minningardag um þau sem látist hafa í umferðinni, sem haldinn verður 17. nóvember nk.
    Bæjarráð - 627