Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024.Bæjarráð - 627Skv. viðaukanum er aukinn kostnaður að fjárhæð 9 millj. kr. einkum vegna aukins kostnaðar við snjómokstur. Áhrif viðauka leiðir til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um 9 millj. kr.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 samþykktur og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
Bæjarráð - 627Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.
Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
Bæjarráð - 627Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.
Bæjarráð - 627Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins. GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028. Lögð fram launaáætlun 2025, ásamt samanburði við árið 2024 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2025 í samanburði við áætlun 2024 niður á deildir.
Bæjarráð - 627Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2025-2028. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Óbyggðanefndar, dags. 10. október sl., um þjóðlendumál vegna eyja og skerja.
Bæjarráð - 627Bæjarstjóra falið að kanna hvernig önnur sveitarfélög hyggjast bregðast við þessu erindi.
Lagt fram til kynningar bréf Innviðaráðuneytisins, dags. 3. október sl., um minningardag um þau sem látist hafa í umferðinni, sem haldinn verður 17. nóvember nk.
Bæjarráð - 627