Málsnúmer 2409025

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 11. fundur - 02.10.2024

Kynning á Ungmennaþingi Vesturlands, sem verður haldið í sumarbúðunum í Ölveri, Hvalfjarðarsveit, helgina 25.-27. október.



Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem er fjármagnað af Sóknaráætlun Vesturlands.



Markmiðið með þinginu er að fá ungt fólk af öllu Vesturlandi saman, stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks á öllu Vesturlandi, skapa vettvang fyrir samtal ungmenna við ráðamenn, kynnast öðrum ungmennum, njóta og hafa gaman.



Nefndarmenn voru hvattir til að skrá sig á þingið.