Lögð fram til kynningar tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 25. september sl., um fyrirhugaða niðurfellingu Hamravegar (5751-01) af vegaskrá.
Fram kemur í erindinu að Vegagerðin, sem veghaldari þjóðvega, hyggist fella veginn af vegaskrá, en hann telst héraðsvegur. Þar sem enginn hafi nú lengur lögheimili eða fasta búsetu að Hömrum uppfylli vegurinn ekki lengur skilyrði til að teljast þjóðvegur.
Bæjarráð áréttar þann skilning sinn við Vegagerðina, að verði breytingar á búsetu þá verði þessi ákvörðun endurskoðuð.
Bæjarráð áréttar þann skilning sinn við Vegagerðina, að verði breytingar á búsetu þá verði þessi ákvörðun endurskoðuð.