Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 13. fundargerð hafnarstjórnar á kjörtímabilinu.
Bæjarstjórn þakkar hafnarstjórn og hafnarstjóra fyrir framlagt erindi um undirbúning að lagningu nýs vegar, á uppfyllingu sunnan Miðgarðs. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda erindi til Vegagerðarinnar og hefja umræður um þetta mál.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnarstjóra um ráðningu ráðgjafa vegna skipulagsvinnu á svæðinu.
Hafnarstjórn - 13Farið yfir þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið vegna áforma um landfyllingu sunnan Miðgarðs og efnistöku á sjávarbotni. Sjá einnig næsta dagskrárlið.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að óskað verði eftir þátttöku Vegagerðarinnar í gerð nýs vegar á fyrirhugaðri landfyllingu sunnan Miðgarðs Grundarfjarðarhafnar, í tengslum við þá skipulagsvinnu sem nú er hafin og sbr. meðfylgjandi erindi hafnarstjórnar.
Einnig lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 5. september 2024, þar sem hann leggur til að samið verði við Alta, ráðgjafarfyrirtæki, um aðstoð við undirbúning og skipulagsgerð á svæði sunnan Miðgarðs. Erindið heyrir undir bæjarstjórn sem ber ábyrgð á skipulagsgerð.
Lagt fram til kynningar bréf til Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2024, þar sem kynnt er fyrirhuguð landfylling sunnan Miðgarðs og tilheyrandi efnistaka á sjávarbotni á Grundarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Hafnarstjórn - 13Fyrirhuguð stækkun þessa efnistökusvæðis telst tilkynningarskyld framkvæmd skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 2.02 í 1. viðauka laganna. Óskað er leiðbeininga frá Skipulagsstofnun um hvernig fyrirhuguð stækkun Grundarfjarðarhafnar með 4,67 ha landfyllingu, sbr. mynd 1, framangreinda lýsingu og fylgiskjal, fellur undir lögin um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 13. fundargerð hafnarstjórnar á kjörtímabilinu.
Bæjarstjórn þakkar hafnarstjórn og hafnarstjóra fyrir framlagt erindi um undirbúning að lagningu nýs vegar, á uppfyllingu sunnan Miðgarðs. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda erindi til Vegagerðarinnar og hefja umræður um þetta mál.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnarstjóra um ráðningu ráðgjafa vegna skipulagsvinnu á svæðinu.