Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skotfélagi Snæfellsness, Skotgrund, dags. 7. júní sl., þar sem kynnt er að undirbúningur sé hafinn á alþjóðlegu PRS skotmóti sem haldið verður á skotsvæði félagsins í Kolgrafafirði í júní 2025.
Ennfremur lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra af fundi sem haldinn var 21. júní sl. með fulltrúum félagsins um fyrirhugað mót.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsins og þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á svæðinu á þeirra vegum.
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um fyrirhugað fjölþjóðlegt mót og þær hugmyndir sem fram eru komnar, sbr. minnispunkta, um hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd mótsins.
Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd.
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um fyrirhugað fjölþjóðlegt mót og þær hugmyndir sem fram eru komnar, sbr. minnispunkta, um hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd mótsins.
Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd.
Samþykkt samhljóða.