Byggingarfulltrúa barst formleg fyrirspurn um það hvort samþykkt yrði að breyta bílskúr að Fagurhólstúni 2 í íbúð. Fram kom í fyrirspurninni að íbúðin yrði ekki sérstök eign heldur hluti af fasteign á umræddri lóð.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið var fyrirspurninni vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Davíð Magnússon vék af fundinum undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytt not og að skráning bílskúrs breytist í íbúð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.