Bæjarráð - 622Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-mars 2024, ásamt málaflokkayfirliti.
Skv. yfirlitinu er rekstrarniðurstaða fyrstu þriggja mánaða ársins 8,3 millj. kr. undir áætlun tímabilsins (jákvæð niðurstaða).
Skatttekjur eru yfir áætlun, sem er jákvætt, og flestir rekstrarliðir eru á pari við áætlun eða undir áætlun, fjármagnskostnaður er undir áætlun, en snjómokstur fer mest fram úr áætlun (um er að ræða áætlun fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins).
Lagt fram yfirlit yfir áætluð og greidd laun janúar-maí 2024.
Bæjarráð - 622Farið yfir niðurbrot áætlunar niður á deildir.
Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir launaáætlun fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Þess ber þó að geta að launaleiðréttingar þeirra kjarasamninga sem nú liggja fyrir, aftur í tímann, eru ekki inní þessari tölu.
Erindið snertir dagskrárlið 6.1. og í því eru gerðar athugasemdir við störf skólanefndar.
Bæjarráð - 622Umræður sem snerta erindið fóru fram undir dagskrárlið 6.1.
Sigurður Valur Ásbjarnarson sat fundinn undir þessum lið.
Sif Hjaltdal Pálsdóttir arkitekt hjá Landslagi kom inná fundinn að hluta undir þessum lið.
Bæjarráð - 622Farið yfir og rætt um helstu framkvæmdir sumarsins:
- Hrannarstígur norður - steyptar verða nýjar gangstéttar á neðanverðum Hrannarstíg, ca. frá Kjörbúðinni og niður að Nesvegi, og inní Sólvelli. - Fram kom að bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með fulltrúa Samkaupa um framkvæmdirnar, sem auk þess eru kynntar fyrir lóðarhöfum á svæðinu.
- Hrannarstígur - steypa/endurbæta á gangstéttina framan við Sögumiðstöðina við Hrannarstíg. Sif Hjaltdal Pálsdóttir hjá Landslagi gerði grein fyrir valkostum um breytingar á lóð, bílastæðum o.fl. á þessum kafla.
- Hrannarstígur efri hluti - ætlunin er að helluleggja rönd við malbikaða gangstétt og afmarka hana þannig frá götu. Mál í vinnslu.
- Nesvegur - í þessari viku er verið að steypa nýja gangstétt neðst á Borgarbraut eftir Nesvegi og upp Hrannarstíg.
- Fagurhólstún og Fagurhóll; Í tengslum við framkvæmdir við lagningu ljósleiðara, hefur Míla fengið leyfi til að brjóta upp gangstéttar öðrum megin í Fagurhólstúni, sem og innst í Fagurhóli og á Fagurhóli á hluta frá Hrannarstíg og upp að hroni við Eyrarveg. Tækifærið verður nýtt og steypt breiðari gangstétt í Fagurhólstúni, en Grundarfjarðarbær greiðir mismun á móti Mílu. Í Fagurhól (kirkjubrekku) verður gangstétt malbikuð þegar færi gefst næst til, í framhaldi af malbikaðri gangstétt á Hrannarstíg.
- Kjallari íþróttahúss - Sigurður Valur fór yfir framvindu í framkvæmdum við endurbætur í kjallara íþróttahúss, í tengslum við orkuskiptin og að öðru leyti. Samið er við verktaka á grundvelli tilboða, um allflesta verkþætti við framkvæmdirnar. Eftirlit er í höndum Sigurðar Vals.
- Leiksvæði og skólalóðir - bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við uppsetningu nýrra leiktækja á lóðum leik- og grunnskóla, og eins er ætlunin að koma upp leiktækjum á Hjaltalínsholti og í Sæbóli.
Lagðar fram tillögur um bráðabirgðaráðstafanir til að auka öryggi vegfarenda við grunnskóla og íþróttahús.
Bæjarráð - 622Bæjarstjóri fór yfir tillögurnar.
Bæjarráð lýsir ánægju með tillögurnar og er bæjarstjóra falið að skoða hvernig hrinda megi þeim í framkvæmd.
Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um eftirlit sem fram fór 14. maí 2024 vegna fráveitu bæjarins. Einnig punktar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins í tölvupósti dags. 29. maí sl.
Bæjarráð - 622Auk eftirlitsskýrslu og tölvupósts framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, er lagt fram Excel-skjal með niðurstöðum sýnatöku í sjó við útrásir í þéttbýli Grundarfjarðar sem fram fór þann 14. maí sl.
Í tölvupósti framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands kemur fram boð um að fara yfir þessar niðurstöður á fundi með fulltrúum bæjarins, að loknum sumarleyfum. Bæjarráð tekur undir það og óskar eftir að slíkur fundur fari fram.
Í athugasemd er lagt fyrir Grundarfjarðarbæ að gera tillögu að áhrifamati og senda til heilbrigðiseftirlitsins vegna mögulegra áhrifa sem fráveitan kanna að hafa á umhverfi sitt, aðallega í sjó. Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir leiðbeiningum eða fordæmum um gerð slíks áhrifamats.
Bæjarstjóri kynnti einnig að hún muni á næstu dögum ljúka vinnu sem í gangi er við umsókn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um styrk vegna fráveituframkvæmda. Inní þá umsókn eru m.a. nýttar niðurstöður eða skilaboð úr þessari úttekt Heilbrigðiseftirlitsins.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skotfélagi Snæfellsness, Skotgrund, dags. 7. júní sl., þar sem kynnt er að undirbúningur sé hafinn á alþjóðlegu PRS skotmóti sem haldið verður á skotsvæði félagsins í Kolgrafafirði í júní 2025.
Ennfremur lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra af fundi sem haldinn var 21. júní sl. með fulltrúum félagsins um fyrirhugað mót.
Bæjarráð - 622Bæjarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsins og þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á svæðinu á þeirra vegum.
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um fyrirhugað fjölþjóðlegt mót og þær hugmyndir sem fram eru komnar, sbr. minnispunkta, um hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd mótsins.
Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd.
Lagt fram minnisblað dags. 13. maí 2024, tekið saman af Deloitte, endurskoðendum Jeratúns ehf., sem er í eigu þriggja sveitarfélaga á Snæfellsnesi.
Bæjarráð - 622Minnisblaðið er tekið saman fyrir stjórn Jeratúns ehf. varðandi lagalegar heimildir félagsins til að greiða út fjármuni til hluthafa sinna og áhrif útgreiðslu.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur HMS, dags. 21. júní 2024, um fyrirhugaða auglýsingu eftir umsóknum í annarri úthlutun fyrir árið 2024 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk.
Lagt fram minnisblað sem tekið er saman af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), af fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og forstjóra Vegagerðarinnar, sem haldinn var á Breiðabliki 10. maí sl.
Fundinn sátu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV.
Bæjarráð - 622Bæjarráð tekur undir lokaorð minnisblaðsins, þar sem segir að góðar samgöngur séu lykilatriði í nútímasamfélagi. Það megi ekki gerast að Vesturland sitji eftir þegar kemur að viðhaldi og nýframkvæmdum við vegi í landshlutanum.
Lögð fram kynningargögn úr íbúakönnun landshlutanna 2023, þar sem sérstaklega er leitað eftir afstöðu innflytjenda til búsetugæða. Að könnuninni standa meðal annars Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu, unnin af SSV og gefin út í apríl 2024.
Bæjarráð - 622
Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing, undirrituð 16. maí 2024, um svæðisbundið samráð á Vesturlandi um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á svæðinu.
Bæjarráð - 622
Lagt fram kynningarbréf um Gulan september, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Með gulum september er leitast við að auka meðvitund samfélagsins
um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Þessu tengjast Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, sem er 10. september, og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, sem er 10. október.
Bæjarráð - 622