Málsnúmer 2405021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 621. fundur - 06.06.2024

Lögð fram tvö erindi sem bárust vegna auglýsingar um útvistun upplýsingarmiðstöðvar í sumar, en auglýst var eftir rekstrar- og þjónustuaðila til að sinna upplýsingagjöf til ferðafólks.

Lára Lind og Björg fóru yfir minnispunkta sína varðandi aðstöðu beggja umsóknaraðila um rekstur upplýsingamiðstöðvar, eftir samtöl við þá. Hafnarstjóri kom inn á fundinn gegnum síma. Umræður um málið.

Bæjarráð þakkar aðilum fyrir sýndan áhuga.

Eftir yfirferð gagna og upplýsinga leggur bæjarráð til að samið verði við fyrirtækið Álfar og tröll ehf. um rekstur upplýsingamiðstöðvar að Sólvöllum 5 sumarið 2024. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við fyrirtækið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri (gegnum síma) - mæting: 17:25
  • Lára Lind Jakobsdóttir, forstöðumaður bókasafns og menningarmála - mæting: 17:06