Lagt fram minnisblað sem tekið er saman af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), af fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og forstjóra Vegagerðarinnar, sem haldinn var á Breiðabliki 10. maí sl.
Fundinn sátu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV.
Bæjarráð tekur undir lokaorð minnisblaðsins, þar sem segir að góðar samgöngur séu lykilatriði í nútímasamfélagi. Það megi ekki gerast að Vesturland sitji eftir þegar
kemur að viðhaldi og nýframkvæmdum við vegi í landshlutanum.
kemur að viðhaldi og nýframkvæmdum við vegi í landshlutanum.