Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl og janúar-maí 2024.
Bæjarráð - 621Samkvæmt yfirlitunum hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 2,2% janúar-apríl og 2,5% janúar-maí 2024 miðað við sama tímabil í fyrra.
Lögð fram tvö erindi sem bárust vegna auglýsingar um útvistun upplýsingarmiðstöðvar í sumar, en auglýst var eftir rekstrar- og þjónustuaðila til að sinna upplýsingagjöf til ferðafólks.
Bæjarráð - 621Lára Lind og Björg fóru yfir minnispunkta sína varðandi aðstöðu beggja umsóknaraðila um rekstur upplýsingamiðstöðvar, eftir samtöl við þá. Hafnarstjóri kom inn á fundinn gegnum síma. Umræður um málið.
Bæjarráð þakkar aðilum fyrir sýndan áhuga.
Eftir yfirferð gagna og upplýsinga leggur bæjarráð til að samið verði við fyrirtækið Álfar og tröll ehf. um rekstur upplýsingamiðstöðvar að Sólvöllum 5 sumarið 2024. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við fyrirtækið.
Farið yfir helstu framkvæmdir, einkum gangstéttar á Hrannarstíg og framkvæmdir í kjallara íþróttahúss.Bæjarráð - 621Lára Lind sagði frá framkvæmdum sem í undirbúningi eru í húsnæði Sögumiðstöðvar. Brýnasta verkefnið eru viðgerðir vegna rakaskemmda í syðsta hluta hússins. Rýmið hefur verið tekið út og hreinsað. Jafnframt rætt um umgengni í húsinu. Lára Lind vék af fundi og var þakkað fyrir komuna.
Sigurður Valur kom inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Hann fór yfir stöðu framkvæmda í íþróttahúsi, gluggaskipti í sundlaug og framkvæmdaþörf í Sögumiðstöð. Hann sagði frá áformum um endurbætur í kjallara íþróttahúss og fór yfir teikningar sem fyrir liggja af verkinu. Framkvæmdir fela í sér umbætur sem kominn var tími á, s.s. á brunavörnum, rafmagni, loftræstingu og almennu fyrirkomulagi og viðhaldi í húsinu. Skipulagsfulltrúa var þakkað fyrir komuna á fundinn.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna kostnað við klæðningu sundlaugarbyggingar að vestanverðu og tengigangs milli grunnskóla og íþróttahúss. Jafnframt er honum falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda/viðgerða í Sögumiðstöð í samræmi við umræður fundarins.
Lagður fram samanburður á gjaldskrám leikskóla hjá ýmsum sveitarfélögum. Jafnframt lögð fram samantekt yfir mögulegar gjaldskrárbreytingar og kostnað vegna þeirra.
Bæjarráð - 621Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá vegna leikskóla og heilsdagsskóla lækki í samræmi við vilyrði sem gefið var í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður, að því gefnu að kjarasamningar við opinbera aðila verði á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem samþykktir hafa verið á almennum markaði.
Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að stilla upp tillögu í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarVísað til 11. liðar á dagskrá fundar bæjarstjórnar.
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi vegna umsagnar við umsókn Bubulina ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Grundargötu 18.
Bæjarráð - 621Bæjarráð getur ekki veitt jákvæða umsögn, þar sem rekstrarleyfi vegna gistingar er nú einungis heimilað í atvinnuhúsnæði sbr. nýsamþykkta breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitinga- og gististaði. Þar sem því skilyrði er ekki fullnægt hér, getur bæjarráð ekki veitt jákvæða umsögn.
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi vegna umsagnar við umsókn Dísarbyggðar ehf. um breytingu á gildu rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV að Þórdísarstöðum. Um er að ræða matshluta 03-02-01 á jörðinni.
Bæjarráð - 621Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggja fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
Lagt fram til kynningar frá nefndasviði alþingis frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114 mál, til umsagnar.
Bæjarráð - 621
Lagt fram til kynningar frá nefndasviði alþingis tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030, 1036 mál, til umsagnar.
Bæjarráð - 621
Ákvörðun um fyrirkomulag snjómoksturs á komandi vetri/vetrum.
Bæjarráð - 621Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu sinni og verkstjóra áhaldahúss um fyrirkomulag snjómoksturs. Lagt er til að vetrarþjónusta verði boðin út og bænum skipt í tvo verkhluta. Hægt verði að bjóða í annan eða báða verkhlutana. Lagt er upp með að samningur verði gerður til 3ja ára með möguleika á framlengingu.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og verkstjóra og felur þeim nánari útfærslu og undirbúning útboðs. Útboðsgögn verða lögð fyrir bæjarráð og útboð í framhaldinu auglýst.