Málsnúmer 2403030

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 284. fundur - 11.04.2024

Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV, dags. 25. mars sl., um samstarfsverkefnið Gott að eldast. Ráðinn hefur verið tengiráðgjafi fyrir Vesturland.

Öldungaráð - 12. fundur - 08.05.2024

Ingveldur Eyþórsdóttir hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn og kynnti verkefni sem unnið er að á Vesturlandi undir fyrirsögninni „Gott að eldast“.
Ingveldur sagði frá verkefnum starfshóps verkfnisins, sem vinnur fyrir allt Vesturland en er þó skipt í svæði. Snæfellsnes vinnur saman sem eitt svæði.

Verkefnið "Gott að eldast" snýst um samstarf stofnana á Vesturlandi og hvernig taka megi utan um málefni og þjónustu við eldra fólk með nýjum og samræmdum hætti.

Ingveldur sagði frá mörgum þeim atriðum sem verkefnið mun taka á, s.s. heimaþjónustu, hjúkrunarþörfum, stuðningi og fleiru.

Kynnt var fyrirhuguð heimsókn Laufeyjar Jónsdóttur, sem er tengiráðgjafi fyrir Vesturland, í verkefninu. Hennar hlutverk er meðal annars að leita leiða til að draga úr einangrun og einmanaleika eldra fólks í þeim sveitarfélögum á Vesturlandi sem taka þátt í verkefninu, og finna leiðir til að auka virkni eldra fólks.

Ingveldur svaraði einnig ýmsum fyrirspurnum um félagsþjónustu og þjónustu við aldraða, á vegum FSS. Að því búnu vék hún af fundi og var þakkað fyrir upplýsingarnar.

Gestir

  • Ingveldur Eyþórsdóttir - mæting: 12:00