Málsnúmer 2403002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 172. fundar skólanefndar.
  • Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið, Margrét í fjarfundi.

    Skólanefnd - 172 Skólastjóri leikskóla fór yfir framkvæmdina á takmarkaðri lokun í Dymbilviku, þ.e. dagana 25.-27. mars nk. sbr. umræður á síðasta fundi skólanefndar.

    Skólastjóri sagði frá því að fjögur börn hefðu í upphafi árs verið á biðlista fyrir leikskóladvöl, tvö börn sem verða 12 mánaða í mars og tvö börn sem verða 12 mánaða í apríl. Þremur þeirra stendur nú til boða leikskólapláss og verið er að vinna að því að yngsta barnið komist einnig inn fyrir vorið.

    Margrét sagði frá því að mikil veikindi hafi herjað á börn og starfsfólk í vetur.

    Margrét sagði frá því að hún og skólastjóri grunnskóla muni hittast í næstu viku vegna samræmingar skóladagatala leik- og grunnskólastigs.

    Hér viku Margrét og Hallfríður af fundi.
  • Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið, Margrét í fjarfundi.

    Skólastjóri leikskóla fór yfir framkvæmdina á takmarkaðri lokun í Dymbilviku, þ.e. dagana 25.-27. mars nk. í samræmi við umræður á síðasta fundi skólanefndar og tillögu leik- og grunnskólastjóranna.

    Skólanefnd - 172 Í framhaldi af umræðum skólanefndar sendu Sólvellir og Eldhamrar bréf til foreldra og kynntu "takmarkaða opnun" í Dymbilvikunni, þ.e. dagana 25. til 27. mars nk.

    Niðurstaðan er sú að 13-15 af um 50 börnum á Sólvöllum óska leikskóladvalar í Dymbilviku, og 4-5 börn af 11 börnum á Eldhömrum.

    Sólvellir og Eldhamrar taka því á móti þessum börnum en um leið næst að vinna aðeins upp styttingar, sbr. tillögu leikskólastjóra og viðfangsefni könnunar meðal foreldra.

    Foreldrum sem ekki nýta þessa daga verður veittur afsláttur leikskólagjalda.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði sat fundinn í fjarfundi undir þessum lið.

    Skólanefnd - 172 Gunnþór fór yfir stöðuna í starfi með starfsfólki leikskóla, leikskóladeild, grunnskóla og tónlistarskóla við innleiðingu menntastefnunnar. Rætt var m.a. um stofnun gæðaráða/matsteyma innan hvers skóla og hvernig staða gæðaviðmiða er metin í hverjum skóla og aðgerðir settar fram í samræmi við þá stöðu.

    Haldið var áfram umræðu frá síðasta fundi um verkefni skólanefndar við innleiðingu nýrrar menntastefnu og einkum um verkefni samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar.

    Skólanefnd styðst nú við starfsáætlun sem tilgreinir skyldur og verkefni nefndarinnar og deilir þeim niður á starfstíma nefndarinnar.

    Farið var yfir verkefni mars- og aprílmánaðar í starfsáætlun skólanefndar.

    Næsti fundur er 2. apríl nk. og verður leitað svara og upplýsinga í samræmi við efni þess fundar.
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar sat fundinn undir þessum lið. Skólanefnd - 172 Skólastjóri sagði frá helstu verkefnum og starfsemi grunnskóla og Eldhamra, sbr. meðfylgjandi minnispunkta.


  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) dags. 20. desember 2023. Þar kemur fram að í ljósi þess að ekki hafi enn tekist að ráða sálfræðing í skólaþjónustu FSS hafi verið gert samkomulag við Ingu Stefánsdóttur, fráfarandi sálfræðing FSS, um að sinna takmarkaðri þjónustu í grunnskólunum á starfssvæði FSS út yfirstandandi skólaár og við Anton Birgisson, sálfræðing, um að sinna ákveðinni þjónustu í leikskólum svæðisins út yfirstandandi skólaár.

    Skólanefnd - 172
  • Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðuneytis dags 7. febrúar 2024 um fyrirhugaða úttekt á tónlistarskólum landsins.
    Skólanefnd - 172