Lögð fram tillaga starfshóps sem fékk það hlutverk að ræða við stjórn Golfklúbbsins Vestarr (GVG), vegna kaupa á golfvelli og fjármögnun.
Í tillögunni er lagt til að Grundarfjarðarbær styrki golfklúbbinn um 8 millj. kr. árið 2024 og síðan um 5 millj. kr. á ári í átta ár, þ.e. árin 2025-2032. Samkomulag verði gert með samstarfssamningi bæjarins og GVG, þar sem einnig komi fram samkomulag um eflingu barna- og ungmennastarfs á vegum GVG. Samkomulagið yrði bundið við vísitölu neysluverðs.
Forsendur fyrir útgreiðslu fjárstyrkja hvers árs er að fjárhagsáætlun félagsins fyrir hvert ár verði samþykkt af Grundarfjarðarbæ til þess að rekstrarhæfi félagsins sé tryggt. Jafnframt leggi golfklúbburinn fram áætlun og staðfestingu á því hvernig kaup golfklúbbsins á golfvellinum að Suður-Bár verði fjármögnuð að öðru leyti.
Lögð fram tillaga um fund með stjórn golfklúbbsins í næstu viku. Skipaðir verða fulltrúar bæjarstjórnar til viðræðnanna fyrir vikulok.
Samþykkt samhljóða.