-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Grundargötu 90 til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 69, 84, 86, 88, 92 og 94.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Grundargötu 82 til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 65, 67, 69, 76, 78, 80, 84 og 86.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um framlagðar umsagnir og athugasemdir. Nefndin samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillögu að breytingu aðalskipulags með þeim minniháttar lagfæringum sem felast í framangreindum svörum/viðbrögðum nefndarinnar, senda í gegnum skipulagsgátt svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, og að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn að senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en um bókun vísast til málsins sem er sérstakur dagskrárliður á bæjarstjórnarfundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um framlagðar umsagnir og athugasemdir. Nefndin samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagstillögu með þeim minniháttar lagfæringum sem felast í framangreindum svörum/viðbrögðum nefndarinnar, senda í gegnum skipulagsgátt svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, og að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn að senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en um bókun vísast til málsins sem er sérstakur dagskrárliður á bæjarstjórnarfundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innsendar umsagnir og samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um viðbrögð við þeim. Höfð verður hliðsjón af þeim við mótun skipulagstillagna í samræmi við gr. 4.2.4. og 5.2.4. í skipulagsreglugerð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innsendar umsagnir og samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um viðbrögð við þeim. Nefndin beinir því til framkvæmdaraðila að hafa umsagnirnar til hliðsjónar við mótun skipulagstillagna í samræmi við gr. 4.2.4. og 5.2.4. í skipulagsreglugerð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjórnar og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að fá skipulagsráðgjafa til aðstoðar við vinnuna og hefja hana.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagðar tillögur og felur skipulagsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu á staðsetningu og fjölda hleðslustöðva, í samvinnu við umsækjanda.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði lóðin Húsalækur í landi Spjarar og felur skipulagsfulltrúa frekari frágang málsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Nefndin tekur undir orð skipulagsfulltrúa um mikilvægi þess að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina þannig að frekari uppbygging þróist með skýrum og heildrænum hætti til framtíðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Bókun fundar
Forseti vekur máls á tillögu nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að gera tillögu um breytingu á samþykktum um úthlutun lóða í Grundarfjarðarbæ, í þá veru sem nefndin leggur til.