Lögð er fram fyrirspurn vegna klæðningar á raðhúsi við Sæból 31-31c. Húseigendur hafa í hyggju að klæða húsið með grárri aluzink klæðningu. Byggingarfulltrúi telur málið falla undir gr. 2.3.4 í byggingareglugerð nr. 112/2012 en þar sem húsið er ekki á deiliskipulögðu svæði vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrirhugaða breytingu vera óverulega skv. 2.3.4 gr. byggingarreglugerðar og ekki skerða hagsmuni nágranna. Breytingin kallar því ekki á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarBæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Grundarfjarðarbær óskar eftir samþykki fyrir undanþágu frá gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 með vísun í gr. 5.8.2 vegna mögulegrar stækkunar á tæknirými með viðbyggingu við neðri hæð íþróttamiðstöðvar um samtals 10-20 m2. Koma þarf fyrir spenni í rýminu og tengingu við nýja heimtaug í tengslum við varmaskipti.Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita undanþágu frá gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um óverulega breytingu á deiliskipulagi með vísun í gr. 5.8.4. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., með fyrirvara um afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. Verði síðar talið nauðsynlegt að koma spenninum fyrir annarsstaðar á lóðinni, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að leysa það mál með viðeigandi aðilum innan þessarar undanþáguheimildar.Bókun fundarBæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð er fram að nýju umsókn um færslu og stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við parhús við Sæból 44 og hækkun bílskúrsins til samræmis við hæð íbúðarhússins.
Málið var tekið fyrir á 248. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem taldi framlögð gögn þá ófullnægjandi, þar með talið uppáskrifað samþykki annarra eigenda hússins. Jafnframt taldi nefndin teikningar ófullnægjandi og óskaði eftir nánari upplýsingum um hvers konar viðbyggingu væri að ræða, þ.e.a.s. hvort um væri að ræða byggingu bílskúrs eða stækkun á íbúð.
Samkvæmt framlögðum teikningum, sem fyrir þessum fundi liggja, er um að ræða færslu og stækkun á bílskúrsreit skv. aðaluppdrætti frá Húsnæðisstofnun ríkisins árið 1984. Til stendur að byggja bílskúrinn eftir endilöngum gafli hússins og hækka til samræmis við hæð íbúðarhússins. Byggt verður fyrir glugga á barnaherbergi og baðherbergi. Fullnaðarteikningar liggja ekki fyrir en óskað er eftir samþykki nefndarinnar til þess að grenndarkynna framlögð gögn.
Umsókninni fylgir samþykki eigenda hins hluta parhússins (44a) fyrir breytingunni, með fyrirvara um að ekki felist þó í því bindandi samþykki fyrir samskonar breytingu á þeirra eignarhluta.
Þar sem húsið stendur á ódeiliskipulögðum reit, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að óska eftir hefðbundnum grenndarkynningargögnum, þ.m.t. afstöðumynd, útlitsteikningum og grunnmynd. Að þeim skilyrðum uppfylltum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á bílskúr í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Sæbóls 44a, 42, 37 og 35 og Grundargötu 56.
Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að athugasemdir berist ekki, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br.
Bókun fundarBæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Sótt er um að breyta hluta eldra atvinnuhúsnæðis við Nesveg 21 (mhl. 020101) í gistiheimili. Húsnæðinu verður skipt upp í þrjár einingar. Hvert gistirými verður sér brunahólf með sér salernisaðstöðu. Inngangar verða að austan- og norðanverðu.
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er lóðin á svæði sem skilgreint er sem athafnasvæði (AT-1). Á svæðinu er í dag ýmiskonar starfsemi, þ.m.t. ferðaþjónusta og gisting. Í almennum skilmálum fyrir svæðið segir m.a. að vegna legu svæðisins í beinu framhaldi af miðbæ og vegna staðsetningar þess við ströndina með frábæru útsýni yfir fjörðinn og á Kirkjufellið, sé það tilvalið fyrir frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu.
Þar segir einnig að á svæðinu sé gert ráð fyrir ýmiskonar atvinnustarfsemi sem falli undir landnotkunarflokkinn athafnasvæði en einnig er ýmiskonar ferðaþjónusta heimil á svæðinu í samræmi við áherslur undir „Markmið og leiðir“. Fram kemur að nánari útfærsla blöndunar og byggðarmynsturs verði ákveðin í deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta notkun úr atvinnuhúsnæði í gistiheimili. Nefndin telur að umrædd breyting samræmist áformum í núgildandi aðalskipulagi, breytingartillögu aðalskipulags sem nú er í auglýsingaferli og deiliskipulagi því sem í vinnslu er. Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóarhöfum Sólvalla 8, 10 og 16 og Nesvegar 14 og 19. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að athugasemdir berist ekki, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br. Bókun fundarBæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júní 2023 vegna kæru er barst vegna breytingar á deiliskipulagi Ölkeldudals. Úrskurðarnefnd hafnar kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar frá 24. nóvember 2022 um samþykkta deiliskipulagsbreytingu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Lagt fram til kynningar.Bókun fundarÁ 262. fundi bæjarstjórnar þann 09.06.2022 samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, á grundvelli tilboðs bæjarins dags. 17.05.2022 um kaup á tæplega hálfum hektara úr eignarlóð heimilisins að Hrannarstíg 20. Tilboðið var sett fram með fyrirvara um samþykkt deiliskipulagsbreytingar Ölkeldudals hvað varðaði lóðirnar nýju.
Kauptilboðið tók mið af landnýtingu undir íbúðarlóðir og akfæran göngustíg, en að meirihluti hins keypta lands yrði opið svæði. Tilboðið hafði verið samþykkt af stjórn Fellaskjóls 17.05.2022, en það hljóðaði uppá samtals 3,8 millj. kr. sem skyldu greiðast í einu lagi þegar skipulag svæðisins væri endanlega staðfest.
Í ljósi framkominnar niðurstöðu er nú unnt að ljúka kaupunum í samræmi við hið samþykkta tilboð og felur bæjarráð því bæjarstjóra að ganga frá samningum við Fellaskjól í samræmi við fyrri samþykktir og hið samþykkta tilboð.
Bæjarráð felur sviðsstjóra/skipulagsfulltrúa að láta útbúa lóðarblöð fyrir hinar nýju lóðir.
Skipulagsfulltrúa er falið að skoða nánar frágang á lóðum við Ölkelduveg og aðliggjandi svæði, samhliða undirbúningi að auglýsingu lóðanna.
Lóðirnar Fellasneið 5 og 7 eru þegar lausar til úthlutunar, í samræmi við grein 1.2. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði, en með skilmálum skv. deiliskipulagsbreytingunni. Aðrar lóðir verði auglýstar í samræmi við grein 1.1. í Samþykkt um úthlutun lóða, þ.e. sem nýjar lóðir, og mælist bæjarráð til þess að umsóknarfrestur lóðanna verði að lágmarki 4 vikur.
Allar nýju lóðirnar, auk lóða nr. 5 og 7 við Fellasneið, bera full gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá.
Lögð fram til afgreiðslu samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar ásamt tillögu að svörum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felur í sér um 1800 m2 stækkun á deiliskipulagssvæðinu til suðurs og breytingar á og við götuna Hjallatún, þ.m.t. breytingar á breidd götunnar, lóðastærðum, lóðanúmerum, byggingarreitum og gönguleiðum.
Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn þann 13. apríl 2023 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hún var auglýst 10. maí 2023 með athugasemdafresti til og með 23. júní 2023. Kynningarfundur var haldinn þann 8. júní sl.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá: Mílu, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og RARIK. Umsagnir bárust ekki frá Veitum og Slökkviliði Grundarfjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða samantekt umsagna og felur skipulagsfulltrúa að senda breytingartillöguna til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundarBæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlögð svör/viðbrögð skipulags- og umhverfisnefndar við umsögnum sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra/skipulagsfulltrúa að láta útbúa ný lóðarblöð í samræmi við breytt deiliskipulag, þegar það hefur tekið gildi. Í vinnslu er breyting á hæð/legu götunnnar í Hjallatúni, ca. frá lóð nr. 1 og vesturúr, og taki lóðarblöð jafnframt mið af þeim breytingum.
Lóð að Hjallatúni 3 er ný til úthlutunar en var áður hluti af metralóðum sunnanmegin í Hjallatúni. Bæjarráð felur sviðsstjóra að láta undirbúa auglýsingu lóðarinnar og úthlutun í samræmi við grein 1.1. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði. Bæjarráð mælist til þess að umsóknarfrestur verði að lágmarki 4 vikur. Lóðin ber fullt gatnagerðargjald.
Í samræmi við umræður sem átt hafa sér stað á vinnslutíma deiliskipulagsbreytingarinnar samþykkir bæjarráð að lóð við Hjallatún 1, þar sem nú er lokað geymslusvæði Grundarfjarðarbæjar, verði auglýst sem byggingarlóð til úthlutunar í samræmi við grein 1.1. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og áhugi kannaður fyrir byggingu á henni. Lóðin ber fullt gatnagerðargjald, en auk þess verði úthlutun lóðarinnar bundin skilyrði um greiðslu viðbótargjalds sem bæti lóðarhafa kostnað við færslu geymslusvæðisins á annan stað, reynist áhugi fyrir lóðinni. Í vinnu sem fyrirhuguð er við frekari breytingu/stækkun deiliskipulagssvæðisins vestan Kvernár verði fundinn annar staður/önnur lausn fyrir afgirt geymslusvæði bæjarins og þörf fyrir stærð þess metin.
Lögð fram til afgreiðslu umsókn Dísarbyggðar ehf. um breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á Þórdísarstöðum í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að a) bæta við gistirýmum fyrir allt að 12 gesti í fyrirhugaðri þjónustubyggingu (núv. hesthúsi og hlöðu) og b) heimild til þess að hækka smáhýsi til útleigu úr lágreistum húsum í allt að tveggja hæða sem megi vera allt að 65 m2.
Skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Þar er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Einnig er heimilt að reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum er einnig tekið fram að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Þar segir jafnframt: "Landeigendur hafa áform um að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni á næstu árum, með uppbyggingu á smáhýsum, auk þess að reka þjónustuhús með veitingasölu." Ekki er til deiliskipulag fyrir Þórdísarstaði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 250Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum. Bókun fundarRætt var um hugtakið "smáhýsi" og hver séu stærðarmörk á slíkum húsum. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið þegar farið verður í frekari uppbyggingu gistihúsnæðis, m.a. til að tryggja að byggingar falli vel að landslagi, sbr. skilmála aðalskipulags.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.