Lögð fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forsaga: Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi, nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og norðurhluta hafnarsvæðis var auglýst 30. nóvember sl. í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. Lýsingin var jafnframt send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum eins og lög gera ráð fyrir. Skipulagslýsingin var kynnt á opnu húsi 13. desember 2022 en auk þess var lóðarhöfum boðið til sérstakra samráðsfunda. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Olíudreifingu. Engar skriflegar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en samtöl/fundir með hagsmunaaðilum fóru fram á vinnslutíma.
Þann 11. maí sl. samþykkti bæjarstjórn að kynna deiliskipulagstillöguna á vinnslustigi. Athugasemdafrestur var til og með 26. maí 2023. Opið hús var haldið 24. maí í ráðhúsi Grundarfjarðar. Skrifleg athugasemd barst frá lóðarhafa Sólvalla 8 vegna tillögu að nýjum vegi milli Sólvalla og Nesvegar. Umsögn barst frá Vegagerðinni og hefur hún hefur verið yfirfarin. Jafnframt voru umræður á opnu húsi um fyrirkomulag á hafnarsvæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 249Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra framlagða tillögu Eflu dags. 28.05.2023 með eftirfarandi breytingum og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án frekari aðkomu nefndarinnar, að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn.
1. Í texta greinargerðar og/eða deiliskipulagsuppdrætti komi fram að stærð og lögun landfyllingar, sem bætt hefur verið við vinnslutillögu, sé leiðbeinandi og að þar sé gert ráð fyrir rútustæðum. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að skoða nánar aksturstengingu á milli rútustæða og biðstæða og þörf fyrir byggingarreit þjónustuhúss á landfyllingunni og aðlaga landfyllinguna með tilliti til þess og að höfðu samráði við Siglingadeild Vegagerðarinnar. Jafnframt skal bæta við greinargerð að framkvæmd landfyllinga skuli vera í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
2. Nýr vegur sem liggur í framhaldi af Bergþórugötu austan Nesvegar fái heitið Norðurgarður og heiti lóða verði breytt í samræmi við það, þannig: Norðurgarður A verði Norðurgarður 2, Norðurgarður B = Norðurgarður 4, Norðurgarður C = Norðurgarður 6 og Norðurgarður D = Norðurgarður 8. Óbyggð lóð gegnt lóð E verði Norðurgarður 1, Nesvegur 4A (Netagerð G.Run) verði Norðurgarður 3, óbyggð lóð við Nesveg 6B verði Norðurgarður 5, óbyggð lóð við Nesveg 8 verði Norðurgarður 7 og Nesvegur 10 verði Norðurgarður 9.
3. Tillagan verði kynnt fyrir FISK Seafood (lóðarhafa Borgarbrautar 1, Nesvegar 4 (gamla hraðfrystihús), Nesvegar 4C/Norðurgarðs 1 (óbyggð lóð) og Nesvegar 1 (kaupfélagshús)). Minniháttar breytingar á tillögunni verði heimilaðar án frekari aðkomu nefndarinnar.
4. Samráð verði haft við Olíudreifingu og Veitur til þess að taka endanlega ákvörðun um lagnaleið fyrir olíu og kalt vatn áður en tillagan verður auglýst. Breytingar á lagnaleið verði heimilaðar án frekari aðkomu nefndarinnar.
5. Tillögunni fylgi skýringarmynd sem sýni bráðabirgðalausn varðandi umferð og rútustæði, sem byggir á tillögu hafnarstjóra og Siglingadeildar Vegagerðarinnar dags. 30.05.2023. Skýringarmyndin sýni lágmarksfyllingu í suðurkrika Miðgarðs til þess að koma þar fyrir rútustæðum til bráðabirgða. Sýna skal umferðarflæði á skýringarmyndinni.
6. Nefndin leggur til að bætt verði við skýringarmynd sem sýni umferðarflæði á deiliskipulagssvæðinu.
Nefndin tók til umræðu skriflega athugasemd sem barst við vinnslutillöguna á kynningartíma hennar og varðar tillögu að nýrri götu sem tengir Sólvelli og Nesveg norðan við Sólvelli 8. Nefndin telur nýju götuna mikilvæga í deiliskipulaginu og felur skipulagsfulltrúa að skýra/bæta inn umfjöllun um hana í skipulagsbreytingunni. Bókun fundarTil máls tóku ÁE og BÁ.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Í ljósi upplýsinga frá skipulagsfulltrúa er tillagan áfram til vinnslu og kemur síðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar/bæjarráðs, og ef þörf krefur verður hún lögð aftur fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, að lokinni kynningu á vinnslustigi í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forsaga: Bæjarstjórn samþykkti þann 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við tillögur að breytingum á deiliskipulagi hafnarsvæðis (H-1) og nýju deiliskipulagi fyrir Framnes (AT-1 og OP-2) í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.
Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember sl., kynnt á opnu húsi 13. desember og send til Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Olíudreifingu. Engar skriflegar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en samtölum/fundum með hagsmunaaðilum hefur verið haldið áfram á vinnslustigi tillögunnar.
Þann 11. maí sl. samþykkti bæjarstjórn að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er í samræmi við rammahluta aðalskipulags. Vinnslutillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins 12. maí sl. og tölvupóstur sendur til lóðarhafa á svæðinu. Opinn kynningarfundur ("opið hús") var haldinn 24. maí. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 26. maí. Athugasemdir vegna aðalskipulagsbreytingarinnar (vinnslutillögu) bárust frá lóðarhafa Sólvalla 8. Umræður á kynningarfundi lutu að deiliskipulagi hafnarsvæðis og var ekki fylgt eftir með skriflegri athugasemd. Skipulags- og umhverfisnefnd - 249Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að senda tillögu að breytingu á aðalskipulagi til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin tók til umræðu athugasemd sem barst við vinnslutillöguna á kynningartíma hennar og varðar tillögu að nýrri götu sem tengir Sólvelli og Nesveg norðan við Sólvelli 8. Nefndin telur nýju götuna mikilvæga í deiliskipulaginu og felur skipulagsfulltrúa að bæta inn umfjöllun um hana í skipulagsbreytingunni.
Að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar og að því gefnu að stofnunin geri ekki athugasemdir við hana, samþykkir skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundarLögð er fram uppfærð tillaga Eflu, dags. 7. júní 2023 í samræmi við ábendingar og afgreiðslu á 249. fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og hina uppfærðu tillögu.
Lagðir eru fram til kynningar fullbúnir uppdrættir fyrir iðnaðarhúsnæði við Sólvelli 5.
Á 241. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 17. október sl. var erindið fyrst tekið fyrir og lagðar fram teikningar af fyrirhuguðu húsnæði. Teikningarnar, sem voru drög að útliti húss, voru grenndarkynntar með bréfi dags. 2. nóvember 2022 til lóðarhafa við Sólvelli 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarveg 7 og 12 og Sæból 1-3. Á fundinum bókaði nefndin einnig að bærust engar athugasemdir væri byggingarfulltrúa falið að óska eftir fullbúnum aðal- og séruppdráttum og gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.
Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum. Nýjar teikningar sem nú eru lagðar fram sýna breytingar, m.a. á útliti húss. Er það mat byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að grenndarkynna þurfi hina breyttu tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 249Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að óska eftir afstöðumynd sem sýnir skipulag lóðar, þ.m.t. aðkomuleiðir og bílastæði, sem og afstöðu til nærliggjandi húsa.
Að þeim skilyrðum uppfylltum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytta tillögu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga fyrir sömu lóðarhöfum og síðast, þ.e. við Sólvelli 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarveg 7 og 12 og Sæból 1-3. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Kamski ehf. sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gám sem stendur á bak við Hótel Framnes við Nesveg 6. Sótt er um stöðuleyfi frá 1. júní 2023 til 1. júní 2024, en stöðuleyfi til eins árs var veitt árið 2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 249Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs eða til 1. júní 2024.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð fram til kynningar vinnslutillaga Landslags vegna hönnunar Hrannarstígs frá Grundargötu að Nesvegi.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 26. maí sl. og var m.a. rætt um fyrirkomulag í götu, efnisval og áfangaskiptingu verksins. Lagt var til að farið verði í áfanga 1 og 2 á árinu en í fyrsta áfanga verður farið í endurbætur á gangsvæði meðfram bílaþvottaplani og leikskólalóð.Skipulags- og umhverfisnefnd - 249
Lagt er fram til kynningar áskorun frá Eyja- og Miklaholtshreppi vegna sauðfjárveikivarna.Skipulags- og umhverfisnefnd - 249Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir áhyggjur hreppsnefndar Eyja- og Miklaholtshrepps og áskorun til viðeigandi aðila um að koma sauðfjárveikivarnagirðingum í betra horf.
Bókun fundarTil máls tóku ÁE, BS og GS.
Bæjarstjórn hefur málið til afgreiðslu síðar á þessum fundi, en tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.