Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 163,6 m2 einbýlishúsi við Hlíðarveg 7 samkvæmt aðaluppdráttum frá Teiknistofunni Kvarða, dagsettum 22. janúar 2023. Um er að ræða hús með staðsteyptum undirstöðum og plötu. Burðarkerfi útveggja og þaks er úr timbri, útveggir verða klæddir með báruðum málmplötum og sement-fiber plötum. Nýtingarhlutfallið á lóðinni er 0,28. Þar sem lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulags- og umhverfisnefndar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 246Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 2, 5, 6 og 9 og Grundargötu 7, 9, 11. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningunni er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð fram til afgreiðslu tillaga landeigenda Skerðingsstaða að deiliskipulagi vegna hótels í landi Skerðingsstaða ásamt samantekt athugasemda og umsagna sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum skipulags- og umhverfisnefndar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. sem byggir á niðurstöðum umræðna á 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 6. desember sl. en þá fól nefndin skipulagsfulltrúa að vinna áfram drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður og tillögur fundarins og leggja fullmótuð drög fyrir fund nefndarinnar.
Bæjarfulltrúar voru boðnir velkomnir inn á fundinn undir þessum lið og er þeim þakkað fyrir þátttöku í umræðum. Halldór Jónsson hrl. sat einnig fundinn undir þessum lið en auk hans hefur Ívars Pálssonar lögmaður aðstoðað nefndina við mótun umsagna vegna athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Bæjarfulltrúar og Halldór yfirgáfu fundinn áður en nefndin tók málið til afgreiðslu.Skipulags- og umhverfisnefnd - 246Skipulags- og umhverfisnefnd telur framlagða tillögu landeigenda Skerðingsstaða að deiliskipulagi fyrir hótel í grundvallaratriðum vera í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039. Nefndin telur að tillagan og umhverfisskýrslan ásamt viðaukum gefi í meginatriðum greinargóða mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum, starfsemi og mögulegum umhverfisáhrifum. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu með eftirfarandi skilyrðum:
1. Að meginhugmynd sú að hótelbyggingu sem kynnt hefur verið með deiliskipulagstillögunni verði áfram ráðandi í hönnun hennar, enda hefur landeigandi að mati nefndarinnar brugðist við sjónarmiðum umsagnaraðila á margvíslegan hátt, t.d. með formun ráðgerðrar byggingar, vali á yfirborðsefnum, lágmörkun lýsingar o.fl. Verði gerðar umtalsverðar breytingar á útlitshönnun byggingarinnar eða ásýnd, þá geti það kallað á breytingu á deiliskipulagi. Mat á því hvort slíkar breytingar kalli á breytingu á deiliskipulagi er hjá sveitarfélaginu.
2. Að fornminjar á skipulagssvæðinu, nánar tiltekið gamli bæjarhóllinn, verði verndaður á framkvæmdatíma og að landeigandi geri grein fyrir verndunaráformum í umsókn um byggingar- og/eða framkvæmdaleyfi.
3. Að fjöldi, gerð, fyrirkomulag og frágangur bílastæða verði bundinn í deiliskipulaginu (þ.e. 0.5 stæði fyrir hvert hótelherbergi og 1 stæði fyrir 60-manna rútu fyrir hver 25 herbergi auk stæða fyrir fatlaða) sbr. gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Upplýsingar um bílastæði skuli koma fram á uppdrætti og í greinargerð. Breytingar á skilmálum um bílastæði kalla á breytingu á deiliskipulagi.
4. Að uppfylltar verði ítrustu kröfur um fráveitu- og hreinsibúnað (ítarlegri en tveggja þrepa skv. umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands), vöktun og mótvægisaðgerðir komi til bilana og/eða skyndimengunar í fráveitukerfi bygginga og/eða svæða utanhúss. Þar sem um er að ræða sérstaklega viðkvæman stað við Lárvaðal, sem er á verndarsvæði Breiðafjarðar, skal við veitingu byggingar- og/eða framkvæmdaleyfis leggja sérstaka áherslu á að fráveitu- og heilbrigðismál séu með þeim hætti að ekki stafi af þeim hætta á mengun.
5. Að gerðar verði ítrustu kröfur um frágang vegna framkvæmda sem tengjast vatnsöflun. Bæta skal við í greinargerð að vatnsból og lagnir frá því skuli uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 536/2001 og að slík vatnsból séu háð starfsleyfi.
6. Að landeigandi leitist sérstaklega við að lágmarka hverskyns truflun eða neikvæð áhrif sem starfsemi hótelsins kann að hafa á fugla, fiska og annað lífríki í, á og við Lárvaðal, sem tilheyrir verndarsvæði Breiðafjarðar. Lögbundnir umsagnaraðilar skulu leggja mat á þennan þátt við meðferð starfsleyfisumsóknar.
7. Að landeigandi hefti ekki aðgengi almennings að Lárvaðli sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 en þar segir: "... Við afmörkun lóða á svæðum utan þéttbýlis skal þess gætt að rými sé fyrir aðkomu að og meðfram vötnum, ám og sjó".
8. Að engar framkvæmdir verði innan 50 m frá Lárvaðli og að framkvæmdasvæðið fari ekki inn fyrir þau fjarlægðarmörk sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013: "Utan þéttbýlis skal ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m“.
9. Að bæta skuli við örnefnunum „Breiðafjörður“ og "Lárvaðall-sjávarlón" á skipulagsuppdráttinn og sýna afmörkun verndarsvæðis Breiðafjarðar. Jafnframt skal í greinargerðinni árétta að Lárvaðall sé á verndarsvæði Breiðafjarðar, að þar sé mikilvægt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki og að hönnun hótelsins og starfsemi þess taki mið af því.
10. Að bæta skuli við greinargerðina að vegtenging við þjóðveginn verði útfærð nánar í hönnun svæðisins og skuli það gert í fullu samráði við Vegagerðina eins og gildir um allar framkvæmdir innan 50 m veghelgunarsvæðis. Kalli hönnun vegstæðis á verulega breytingu, skal það gert á grundvelli breytingar á deiliskipulagi.
11. Að leitað verði leiða til þess að lágmarka ljós- og hávaðamengun sem starfsemin kann að valda utan svæðisins. Lögbundnir umsagnaraðilar skulu leggja mat á þennan þátt við meðferð starfsleyfisumsóknar.
12. Að brunahönnun hótelsins taki mið af hæð og umfangi byggingarinnar með tilliti til aðgengis að slökkvivatni í samræmi við gildandi reglugerðir og þess búnaðar sem tiltækur er hjá slökkviliði sveitarfélagsins og áætlaðs viðbragðstíma. Staðsetja skal brunahana á uppdrætti.
13. Að eftirfarandi upplýsingar verði færðar inn á skipulagsuppdrátt: 1 m hæðarlínur, leiðbeinandi staðsetning rotþróar, leiðbeinandi staðsetning hreinsibúnaðar fráveitukerfis. Að öðru leyti er vísað til 7. kafla skipulagsreglugerðar nr 90/2013.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023 að umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar, með þeim ábendingum sem fram hafa komið á fundinum. Bókun fundarÁE vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku JÓK, BS, GS og BÁ.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða deiliskipulagstillögu með þeim skilyrðum og óverulegu breytingum, sem skipulags- og umhverfisnefnd bókaði í liðum 1-13 (sjá fundargerð nefndarinnar).
Bæjarstjórn samþykkir einnig tillögu skipulagsfulltrúa að svörum/umsögn skipulags- og umhverfisnefndar við athugasemdum/umsögnum sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að koma svörum til þeirra sem gerðu athugasemdir og umsagnir um deiliskipulagstillöguna.
Ennfremur felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi deiliskipulagsins með því að hlutast til um lagfæringar á því í samræmi við afgreiðslu þessa og senda það með öllum tilheyrandi gögnum til Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 41.gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Einnig liggur fyrir fundargerð svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, sbr. dagskrárliður 3, þar sem svæðisskipulagsnefnd fjallaði um málið.
Lögð fram til kynningar tölvupóstsamskipti bæjarstjóra við Vegagerðina um frekari öryggisráðstafanir á vegi í og við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss.
Öryggisteymi Vegagerðarinnar skoðaði aðstæður í október/nóvember á sl. ári og hefur nú kynnt afrakstur þeirrar skoðunar. Um er að ræða nokkrar aðgerðir, sem miða að auknu umferðaröryggi vegfarenda. Slík framkvæmd krefst hönnunar og sérstaks fjármagns, að því er fram kemur í tölvupósti Vegagerðarinnar.
Á 269. fundi sínum þann 9. febrúar sl. benti bæjarstjórn á að skoða þurfi hvort bæta megi úr vatnssöfnun sem verður í leysingum við Þjóðveg 54, neðan Fellsenda, vestan þéttbýlisins. Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að vísa framangreindum gögnum til kynningar og umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dags. 25. janúar sl., varðandi skipulagsáætlanir.
Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eiga skipulagsáætlanir nú að vera unnar og skilað á stafrænu formi til Skipulagsstofnunar. Þetta lagaákvæði tók gildi fyrir svæðisskipulag og aðalskipulag þann 1. janúar 2020 og mun taka gildi fyrir deiliskipulag þann 1. janúar 2025.
Skipulagsstofnun er ætlað að gera skipulagsáætlanir á stafrænu formi aðgengilegar og hefur stofnunin nú opnað aðalskipulagssjá; vefsjá fyrir stafrænt aðalskipulag sem finna má á vef stofnunarinnar. Þar er nú að finna þær aðalskipulagsáætlanir sem skilað hefur verið til stofnunarinnar á stafrænu formi. Fyrirhugað er að birta stafræn gögn aðalskipulags allra sveitarfélaga á landinu í vefsjánni.
Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er stafrænt skipulag og er að finna í vefsjánni. Auk þess hefur Grundarfjarðarbær komið sér upp sinni eigin vefsjá, þar sem stafrænt aðalskipulag og fleiri gögn eru birt, sjá: https://geo.alta.is/grundarfjordur/vefsja/ Skipulags- og umhverfisnefnd - 246
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna, dags. 3. febrúar sl., um ágang búfjár, álit umboðsmanns Alþingis og úrskurð dómsmálaráðuneytisins.
Erindið var lagt fram til kynningar á 269. fundi bæjarstjórnar þann 9. febrúar sl. og vísaði bæjarstjórn erindinu til kynningar hjá skipulags- og umhverfisnefnd þar sem nefndin fer með fjallskilamál skv. ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Skipulags- og umhverfisnefnd - 246