Bæjarráð - 599Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 9,0% miðað við sama tímabil í fyrra.
Gestir fundarins undir þessum lið voru Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs/skipulagsfulltrúi og Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi. Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir málefnum íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis.
Farið var yfir áætlun bæjarstjórnar um fjárfestingar árið 2023 og rætt um helstu framkvæmdir og verkefni ársins.
Bæjarráð - 599Bæjarstjóri lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023.
Lagðar áherslur um framkvæmdir og forgangsröðun, tímasetningar, verkaðferðir, efnisval o.fl.
Bæjarráð - 599Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat hluta af umræðu undir þessum lið.
Ræddar helstu áherslur í atvinnuráðgjöf og markaðsmálum bæjarins og hvernig standa á að kynningar- og markaðsmálum á næstu mánuðum, sbr. umræðu í bæjarstjórn í lok sl. árs.
Rætt um að þjónusta atvinnuráðgjafa SSV verði kynnt betur fyrirtækjum og frumkvöðlum í Grundarfirði og hvernig hagfelldast sé að viðveru þeirra í Grundarfirði sé háttað. Einnig rætt um átaksverkefni í markaðsmálum og hvernig stuðla megi að aðkomu þjónustuaðila í bænum. Bæjarstjóri hefur átt samtal við framkvæmdastjóra SSV um þetta og verður því samtali framhaldið.
Í þessum mánuði er stefnt að því að tilbúið verði kynningarmyndband sem Tómas Freyr Kristjánsson hefur unnið fyrir bæinn, undir forystu íþrótta- og tómstundanefndar og íþróttafulltrúa, um íþróttir og tómstundir í bænum. Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi sýndi myndbandið. Bókun fundarForseti vísaði í framlagt minnisblað framkvæmdastjóra SSV dags. 11. janúar 2023 í framhaldi af fundi hans með bæjarstjóra, þar sem rætt var um að efla þjónustu atvinnuráðgjafar SSV og um frekara samstarf í tengslum við markaðsmál.
Bæjarráð - 599Lagður fram til kynningar árlegur samningur bæjarins við Vegagerðina um greiðslur Vegagerðarinnar fyrir þjónustu við veghald Grundargötunnar, sem þjóðvegar í þéttbýli 2022. Einnig lögð fram tölvupóstsamskipti bæjarstjóra þar sem gerð er athugasemd við að greiðslur Vegagerðarinnar hafi ekki hækkað í takt við verðlagsþróun.