Sótt er um byggingarleyfi vegna tilfærslu á eldhúsi í samvinnurými á Grundargötu 30, miðhæð. Núverandi eldhús verður aflagt og því breytt í skrifstofurými. Nýtt eldhús verður byggt í miðrými, í samræmi við teikningar frá Skala arkitektum. Einnig er sótt um að fjölga lokuðum skrifstofurýmum og búa til fundaraðstöðu í miðrými hússins.Skipulags- og umhverfisnefnd - 245Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn um byggingarleyfi vegna breytingar á innra skipulagi á miðhæð við Grundargötu 30 og telur umrædda breytingu henta vel sem fjarvinnurými í húsinu. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna breytingar bílskúrs í þvottahús.
Forsaga: Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí 2021 var tekin fyrir umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytingu á bílskúr og geymslu í geymslu og þvottahús. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa: Borgarbraut 7 og 10, Hlíðarveg 8, 10, 13 og 17. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.
Grenndarkynning var send út 6. júlí 2021 með athugasemdafrest til og með 10. ágúst 2021. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Hlíðarvegs 8 og Borgarbrautar 7.
Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 12.10.2021, var lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu og reyndarteikningum. Nefndin fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 245Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf á því að breyta skráningu úr bílskúr og geymslu í þvottahús og geymslu þar sem umfang þvottabúnaðs samræmist eðlilegri heimilisnotkun.
Í samræmi við minnisblað byggingarfulltrúa, leggur nefndin til að hafðar séu til hliðsjónar athugasemdir er bárust á grenndarkynningartíma og að ekki sé heimilt að bæta við fleiri vélum (s.s. þvottavél, þurrkara eða öðrum búnaði) nema í samráði við byggingarfulltrúa, þar sem bílskúrinn er staðsettur í íbúðarbyggð. Bókun fundarDM vék af fundi undir þessum lið.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á Framnesi (AT-1), hafnarsvæði (H-1 og H-2) og hafsvæði vestan við Framnes (SN-1).
Nánar tiltekið felast helstu breytingar í að: 1. Auka sveigjanleika og liðka fyrir áformum um frekari uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi með því að breyta landnotkun í verslun og þjónustu með skilmálum sem heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins. 2. Lengja Miðgarð um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju. 3. Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.
Forsaga: Á vormánuðum 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2) og nýtt deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1) ásamt samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði). Lýsingin var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.
Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember 2022 í Lögbirtingablaðinu, Skessuhorni og á vefsíðu sveitarfélagsins og höfð til sýnis á bæjarskrifstofunni og Sögumiðstöðinni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar gátu kynnt sér efni hennar. Skipulagslýsingin var einnig kynnt á opnu húsi 13. desember 2022 í Sögumiðstöðinni.
Á kynningartímanum og eftir að honum lauk var lóðarhöfum á skipulagssvæðinu aftur boðið til sérstakra samráðsfunda (yfirstandandi). Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.
Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ein ábending barst frá Olíudreifingu í tengslum við skipulagslýsinguna.Skipulags- og umhverfisnefnd - 245Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í framlagða vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að vinna minnisblað sem endurspeglar umræður nefndarinnar á fundinum til þess að leggja fram til samþykktar hjá bæjarstjórn.Bókun fundarTillagan er áfram í vinnslu og á eftir að taka efnislegum breytingum.
Lögð fram til kynningar drög að vinnslutilllögu fyrir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (deiliskipulag Framness austan Nesvegar).Skipulags- og umhverfisnefnd - 245
Til kynningar viðtal við Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar, um veikleika og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi. Í viðtalinu ræðir Ásdís Hlökk m.a. hlutverk kjörinna fulltrúa og skipulagsnefnda. https://kjarninn.is/skyring/veikleikar-og-brotalamir-i-skipulagsmalum-a-islandi/Skipulags- og umhverfisnefnd - 245