Almenna umhverfisþjónustan ehf. sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tvo 40 feta gáma á lóð sinni, Ártúni 1. Fyrirhugað er að byggja nýtt hús á lóðinni en óskað er eftir stöðuleyfi gáma til bráðabirgða.
Í lið 3.4 í greinargerð með gildandi deiliskipulagi frá 1999 segir: "Á lóðum er óheimilt að geyma gáma. Þó getur lóðarhafi sótt um stöðuleyfi fyrir gáma til skipulags- og byggingarnefndar. Gámar með slíkt leyfi mega að hámarki standa á lóð í 1 mánuð og skulu þá fjarlægðir." Í breytingu á deiliskipulaginu frá 2015 er ekki vikið frá þessu ákvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.