Lögð er fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir því að endurnýja útveggja- og þakklæðningu á hjalli við Nesveg 14 ásamt því að klæða steypta hlutann á húsinu og hækka þak á bílskúr, sem er í dag einhalla, í risþak sem yrði sambærilegt og í sömu hæð og þakvirki á hjalli. Einnig er óskað eftir því að koma fyrir bílskúrshurð á norðurgafli hjallsins og fá stækkun á lóð frá því sem núverandi lóðarmörk gera ráð fyrir, sbr. uppdrátt sem lagður er fyrir nefndina.