Deloitte hefur unnið úttekt fyrir bæjarstjórn og borið saman fjárhagsstöðu íbúða eldri borgara, að Hrannarstíg 18 og 28-40, við íbúðir í Snæfellsbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Bæjarráð hefur áður haft málið til skoðunar, þar sem tap hefur verið á rekstri íbúðanna.
Marinó Mortensen hjá Deloitte var gestur fundarins undir þessum lið og fór hann yfir framlagða samantekt.
Samkvæmt úttektinni duga leigutekjur ekki fyrir vaxtakostnaði og almennum rekstrarkostnaði. Viðhaldskostnaður, sem er mismunandi milli ára, eykur töluvert tap húseignanna.
Bæjarráð óskar eftir nánari gögnum, niðurbroti á íbúðir I og II og rekstrargreiningu aftur í tímann. Jafnframt óskar bæjarráð eftir ákveðnum skýringum/breytingu á yfirliti Deloitte.
Frekari umræðu vísað til næsta fundar bæjarráðs.