Málsnúmer 2201007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 581. fundur - 12.01.2022

Í framhaldi af umræðu um leigutekjur á íbúðum eldri borgara I og II á 580. fundi bæjarráðs er lagt fram yfirlit Deloitte með samanburði á kostnaði slíkra íbúða í Grundarfirði og Snæfellsbæ.

Samkvæmt úttektinni duga leigutekjur ekki fyrir vaxtakostnaði og almennum rekstrarkostnaði. Viðhaldskostnaður, sem er mismunandi milli ára, eykur töluvert tap húseignanna.

Bæjarráð óskar eftir nánari gögnum, niðurbroti á íbúðir I og II og rekstrargreiningu aftur í tímann. Jafnframt óskar bæjarráð eftir ákveðnum skýringum/breytingu á yfirliti Deloitte.

Frekari umræðu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Lagt fram yfirlit um sundurliðun kostnaðar íbúða eldri borgara niður á hverja íbúð og samantekt á húsum. Jafnframt lögð fram drög að samningi (sýnishorn) um íbúð eldri borgara.

Sett niður frekari atriði sem eru til skoðunar hjá bæjarráði og umræðu vísað til næsta fundar.

Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Lögð fram samantekt Deloitte um kostnað við rekstur 15 íbúða fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 og að Hrannarstíg 28-40 ásamt samanburði við fjórar íbúðir Snæfellsbæjar vegna ársins 2022.



Um er að ræða deild sem fellur undir B-hluta bæjarsjóðs, sem eru deildir sem hafa sjálfstæðar tekjur og eiga að standa undir sér. Tap hefur verið á rekstri íbúðanna síðustu ár.

Bæjarráð fór yfir gögnin. Miðað er við að leggja fram frekari gögn vegna ársins 2023 á næsta fundi bæjarráðs.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Íbúð að Hrannarstíg 36 hefur verið innleyst.



Í skoðun er rekstur íbúða fyrir eldri borgara og ætlunin að leggja fyrir bæjarráð, í apríl, uppgjör vegna ársins 2023 og nýjan samanburð við rekstur leiguíbúða hjá nágrannasveitarfélögum. Þegar gögnin liggja fyrir mun bæjarráð taka afstöðu til þess hvernig bregðast eigi við taprekstri af íbúðunum.



Þar til slík niðurstöður liggja fyrir er lagt til að hin innleysta íbúð verði ekki auglýst til úthlutunar.

Bæjarráð samþykkir að bíða með að auglýsa íbúðina til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 620. fundur - 26.04.2024

Deloitte hefur unnið úttekt fyrir bæjarstjórn og borið saman fjárhagsstöðu íbúða eldri borgara, að Hrannarstíg 18 og 28-40, við íbúðir í Snæfellsbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Bæjarráð hefur áður haft málið til skoðunar, þar sem tap hefur verið á rekstri íbúðanna.



Marinó Mortensen hjá Deloitte var gestur fundarins undir þessum lið og fór hann yfir framlagða samantekt.



Bæjarráð fór yfir fyrirliggjandi niðurstöður og þau úrræði sem fyrir hendi eru til að mæta tapi sem verið hefur á rekstrinum.

Bæjarráð leggur til annars vegar að leiga í íbúðunum verði hækkuð og að höfð verði hliðsjón af leigufjárhæðum í samanburðarsveitarfélögunum. Leigufjárhæð miðist við um 1980 kr. pr. m2. Hækkun fari fram í 3-4 skrefum á ca. einu ári.

Ennfremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að það svigrúm sem nú skapast, með lausri íbúð, og einnig í ljósi þess að bærinn á 15 íbúðir sem nýttar eru í þessu skyni, þá verði tækifærið nýtt og ein íbúð verði seld. Bæjarstjóra/skrifstofustjóra verði falið að afla verðmats íbúðar hjá fasteignasala.

Framangreind tillaga til bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.


Bæjarstjórn - 289. fundur - 12.09.2024

Lögð fram til kynningar og staðfestingar nokkur bindandi skjöl sem tengjast sölu íbúðar að Hrannarstíg 36, skv. fyrri ákvörðun bæjarstjórnar.



Um er að ræða eftirfarandi skjöl:



- Eignaskiptayfirlýsing fyrir íbúðirnar sjö í raðhúsinu að Hrannarstíg 28-40

- Drög að lóðarleigusamningi vegna Hrannarstígs 36

- Kvöð um að íbúðirnar séu ætlaðar fólki sem er 60 ára eða eldra

- Kvöð um forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar að íbúðum

Framlögð skjöl rædd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlögð skjöl.